Leita í fréttum mbl.is
Embla

Íslandsmót kvenna hefst á miđvikudaginn

Íslandsmót kvenna hefst miđvikudaginn 3. ágúst í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum.

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki.

Dagskrá:         

 • 1. umferđ: Miđvikudagurinn, 3. ágúst, kl. 19:30
 • 2. umferđ: Föstudagurinn, 5. ágúst, kl. 19:30
 • 3. umferđ: Laugardagurinn, 6. ágúst kl. 14:00
 • 4. umferđ: Sunnudagurinn, 7. ágúst kl. 14:00
 • 5. umferđ: Ţriđjudagurinn, 9. ágúst kl. 19:30
 • 6. umferđ: Fimmtudagurinn, 11. ágúst, kl. 19:30
 • 7. umferđ: Laugardagurinn, 13. ágúst kl. 14:00

Leyfilegt er taka tvćr hálfvinnings yfirsetur (bye) í umferđum 1-4. 

Verđlaun:       

 • 1. 75.000-
 • 2. 45.000.-
 • 3. 30.000.-

Íslandsmeistari kvenna fór einnig bođ á Norđurlandamót kvenna sem fram fer í Sastamala Finnlandi 22.-30. október nk. 

Verđi tvćr eđa fleiri konur efstar verđur teflt til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma um Íslandsmeistaratitlinn.

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


Pistill frá Slóvakíu - ţriđji hluti

Kjartan Maack

Í fyrradag birtist fyrsti hluti pistils Kjartans Maack um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Í gćr var birist svo annar hluti pistilins.

Í dag er ţriđji hluti birtur ţar sem fjallađ er um umferđir 4-5. 

-------------- 

Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ er ţannig skipađ: 1.Vignir Vatnar Stefánsson (2171) 2.Bárđur Örn Birkisson (2048) 3.Björn Hólm Birkisson (1977) 4.Hilmir Freyr Heimisson (1974) 5.Svava Ţorsteinsdóttir (1313).  

4.umferđ – S Afríka 2 (11/2 - 21/2)

Daginn fyrir brottför frá Íslandi fékk liđsstjóri símhringingu frá hinum reynslumikla skákţjálfara, Torfa Leóssyni, sem eitt sinn stóđ í sömu sporum og stýrđi u16 ára landsliđi Íslands á Ólympíumóti. Torfi varađi sérstaklega viđ skákmönnum frá S-Afríku sem hann sagđi međ alltof lág stig miđađ viđ styrkleika. Liđsstjórinn reyndi ađ koma ţessum skilabođum áleiđis til liđsmanna en hefur trúlega ekki lagt nógu mikla áherslu á ţetta. Verandi talsvert stigahćrri mćttum viđ sigurviss til leiks. Bárđur hvíldi. Fljótlega varđ ljóst ađ viđureignin yrđi hnífjöfn ţví stöđurnar voru óljósar á öllum borđum, ef eitthvađ var hallađi á okkar liđ. Svava lenti í vandrćđum á 4.borđi og Vignir fékk ekki úr miklu ađ mođa á 1.borđi. Björn lék svo af sér og tapađi, og Svava tapađi sinni skák slysalega. Vignir reyndi ađ kreista fram vinning úr jafnri stöđu en allt kom fyrir ekki og jafntefli varđ niđurstađan. Viđ vorum ţví ađeins međ hálfan vinning eftir ţrjár skákir og ljóst ađ viđureignin myndi tapast. Ţađ var ţví huggun harmi gegn er Hilmir náđi ađ snúa á andstćđing sinn og vinna sína skák. Ţetta tap gegn S-Afríku var mikiđ högg og sporin heim voru afar ţung.

Ţegar heim á hótel var komiđ var fyrirskipunin einföld; skák bönnuđ ţar til morguninn eftir. Landsliđsmenn reimuđu ţess í stađ á sig skó og héldu út í kvöldiđ međ fótbolta og körfubolta. Mörgum körfum, mörkum og tilţrifum síđar höfđu allir náđ ađ skila vonbrigđum dagsins út um svitaholurnar. Á leiđinni tilbaka fórum viđ yfir stöđuna og yfir hvađ ţarf ađ gera til ađ snúa viđ blađinu. Liđsmenn brugđust vel viđ ţví ţađ var allt annađ yfirbragđ á liđinu sem mćtti daginn eftir gegn S-Afríku 3.

 

5.umferđ – S Afríka 3 (4 – 0)

Liđ S-Afríku 3 var eingöngu skipađ stúlkum sem allar voru mun stigalćgri en okkar liđsmenn. Svava hvíldi í ţessari viđureign. Liđsstjóra ţótti erfitt ađ taka ţá ákvörđun ţví Svava hefđi fengiđ mjög ákjósanlegan andstćđing. Hins vegar ţótti liđsstjóra brýnt ađ stilla upp bćđi Birni og Vigni eftir vonbrigđi gćrdagsins. Ţessi viđureign var kjörin til ţess ađ tefla sig í gang aftur. Hilmir var taplaus og Bárđur vel hvíldur, ţví kom ekki til greina ađ hvíla ţá aftur. Ţess vegna var sterkasta liđinu stillt upp gegn veikasta andstćđingi okkar til ţessa. Vanmat var hvergi sjáanlegt hjá ţeim sem tefldu í ţessari viđureign enda var sigurinn afar öruggur, 4-0. Allir sátu viđ borđiđ nćr alla viđureignina og ţegar stöđur urđu vćnlegar héldu allir áfram ađ vanda hvern einasta leik. Vignir Vatnar vann mann nokkuđ fljótt og stuttu síđar skákina. Hilmir beitti brögđum á 4.borđi og vann líka örugglega međ ţví ađ máta svarta kónginn á h5 međ biskupi sínum á e2. Ţeir brćđur Björn og Bárđur sýndu fádćma ţolinmćđi og yfirvegun ţví ţeir tryggđu sinn sigur ekki fyrr en seint í skákunum. Ţó vissulega hafi krafan veriđ 4-0 sigur gegn ţessum mun veikari andstćđingi, ţá var liđsstjórinn afar ánćgđur međ hvernig liđsmenn nálguđust verkefniđ.

 

Kjartan Maack.


Hrađskákkeppni taflfélaga hefst eftir verslunarmannahelgi - skráningarfrestur ađ renna út

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt nú eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í 22. skipti sem keppnin fer fram en Skákfélagiđ Huginn er núverandi meistari. Í fyrra tóku 18 liđ ţátt keppninni.

Ţátttökugjöld eru kr. 6.000 kr. á hverja sveit, en sendi sama félag tvćr sveitir í keppnina er gjaldiđ fyrir b-sveitina 4.000 kr. Greiđa skal inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640 og senda greiđslukvittun á netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is fyrir 31. júlí.

Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.

Skráningarfrestur rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn efst). Hćgt er ađ skrá b-sveitir til leiks en a-sveitir njóta forgangs varđandi ţátttöku komi til ţess ađ fleiri en 16 liđ skrái sig til leiks.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.

 

Dagskrá mótsins er sem hér segir:

 1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 15. ágúst
 2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst
 3. umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram sunnudaginn, 18. september
 4. umferđ (úrslit): Skulu fara fram fram laugardaginn, 24. september

Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur. Breyta má dagsetningum á úrslitum og/eđa undanúrslitum međ samţykki allra viđkomandi taflfélaga.

 

Reglur keppninnar

 1. Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
 2. Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
 3. Undanúrslit og úrslit keppninnar verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
 4. Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
 5. Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
 6. Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
 7. Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
 8. Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
 9. Međlimir b-sveita skula ávallt vera stigalćgri en međlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferđar. Skákmađur sem hefur teflt međ a-sveit getur ekki teflt međ b-sveit síđar í keppninni.
 10. Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
 11. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
 12. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hugins, skakhuginn.is sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
 13. Mótshaldiđ er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvćmd mótsins og mun útvega verđlaunagripi.

Stórsigur gegn Belgum!

Ţađ dugđi lítt Belgum ađ mćta í húfum í landsliđslitunum gegn Íslandi í áttundu og nćstsíđustu umferđ Ólympíuskákmótmóts 16 ára og yngri í dag. Íslenska liđiđ gjörsigrađi ţađ belgíska 3˝- ˝. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Hólm Birkisson og Hilmir Freyr...

Pistill frá Slóvakíu - annar hluti

Í gćr birtist fyrsti hluti pistils Kjartans Maack um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Í dag höldum viđ áfram. Ađ ţessu sinni er fjallađ um umferđir 1-3. -------------- Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí...

Sumarsyrpa Breiđabliks 2016

Sumarsyrpa Breiđabliks er međ samskonar fyrirkomulagi og hin vinsćla Bikarsyrpa TR. Mótiđ er ćtlađ börnum á grunnskólaaldri (fćddum 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Mótiđ er reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga. Tefldar eru 5...

Sigur og jafntefli í dag á Ólympíuskákmótinu

Ţađ gekk á ýmsu á ólympíuskákmótinu undir 16 ára í Slóvakíu í dag. Í fyrri umferđ dagsins gerđi sveitin 2-2 jafntefli viđ pólska sveit. Ţar unnu Bárđur Örn Birkisson og Hilmir Freyr Heimisson sínar skákir. Í síđari umferđ dagsins vannst 3-1 sigur á Hong...

Hjörvar og Einar Hjalti unnu í dag

Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) og Einar Hjalti Jensson (2371) komu sterkir til baka í dag í sjöttu umferđ Xtracon-mótins (Politiken Cup) í dag eftir töp í gćr. Báđir unnu ţeir sannfćrandi sigra. Hjörvar hefur 5 vinninga en Einar Hjalti hefur 4˝...

Pistill frá Slóvakíu - fyrsti hluti

Kjartan Maack hefur skrifađ pistil um veruna um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Hér má finna fyrsta hluta pistilsins. Framhald vćntanleg. -------------- Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ...

Oliver vann Jansa - Jón Trausti međ fullt hús

Oliver Aron Jóhannesson (2232) vann tékkneska stórmeistarann Vlastimil Jansa (2411) í 4. umferđ opna tékkneska mótsins (Czech Open) sem fram fór í gćr. Oliver hefur 2˝ vinning. Dagur Ragnarsson (2274) tapađi sinni skák og hefur 2 vinninga. Oliver og...

Stórsigur gegn Suđur-Afríku

Íslenska liđiđ á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri sneri aftur međ góđum sigri gegn suđur-afrísku liđi í fimmtu umferđ 4-0 sem fram fór í gćr. Vignir Vatnar Stefánsson, tvíburarnir, Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir og Hilmir Freyr Heimisson unnu sínar...

Tónar og tafl

Veriđ velkomin í tafl međ ljúfum tónum á Óđinstorgi! Flemming Viđar Valmundsson harmonikkuleikari verđur á svćđinu og tekur lagiđ. Gestum og gangandi býđst ađ spreyta sig í tafli á međan ađ ljúfir harmonikkutónar flćđa um torgiđ. Stefán Bergsson frá...

Hjörvar Steinn međ fullt hús eftir fjórar umferđir

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) hefur fullt hús ađ loknum fjórum umferđum á Xtracon-mótinu (Politiken Cup). Í gćr vann hann Ţjóđverjann Malte Colpe (2385). Einar Hjalti Jensson (2371) hefur 3˝ vinning en hann gerđi jafntefli viđ ţýska...

Hjörvar Steinn sigrađi á Minningarmóti Jorge Fonseca

Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari sigrađi á Minningarmóti Jorge Fonseca 2016, hlaut 7,5 vinning af 8 mögulegum. Í öđru sćti varđ alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson međ 7 vinninga og bronsiđ hreppti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson....

Erik Blomqvist skákmeistari Svíţjóđar

Skákţing Svíţjóđar fór fram í Uppsölum nú í júlí. Erik Blomqvist (2531) varđ skákmeistari Svíţjóđar en hann hafđi mikla yfirburđi á mótinu. Erik hlaut 7˝ vinning og varđ tveimur vinnum fyrir ofan nćsta mann. Fyrirfram ţótt Nils Grandelius (2643)...

Tap gegn Suđur-Afríku - tćkifćri til hefndar í dag!

Ísland tapađi 1˝-2˝ fyrir suđur-afríski sveit á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri í gćr. Hilmir Freyr Heimsson vann sína skák á ţriđja borđi, Vignir Vatnar Stefánsson gerđi jafntefli á efsta borđi, en Björn Hólm Birkisson og Svava Ţorsteinsdóttir töpuđu....

Hjörvar Steinn og Einar Hjalti međ fullt hús á Xtracon-mótinu

Xtracon-mótiđ (ţekkt sem Politiken Cup) hófst fyrir skemmstu í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Fjórir íslenskir skákmenn taka ţátt. Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) og Einar Jensson (2371) eru báđir međ fullt hús eftir ţrjár umferđir. Andstćđingarnir fara...

Jón Trausti međ fullt hús - Oliver međ jafntefli viđ stórmeistara

Ţremur umferđum er lokiđ á Opna tékkneska mótinu(Czech Open) í Pardubice í Tékklandi. Sjö íslenskir taka ţátt. Tveir keppendur, Dagur Ragnarsson (2274) og Oliver Aron Jóhannesson (2232) tefla í a-flokki en 5 íslenskir skákmenn tefla í b-flokki. Dagur...

Tap gegn Kínverjum - Suđur Afríka andstćđingur dagsins

Ísland tapađi ˝-3˝ fyri Kína í 3. umferđ Ólympíuskákmóts 16 ára og yngri í Slóvakíu í gćr. Hilmir Freyr Heimisson gerđi jafntefli viđ 11 ára stúlku á fjórđa borđi, sem á örugglega eftir ađ komast langt, en ađrar skákir töpuđust. Slćm úrslit en gegn afar...

Carlsen öruggur sigurvegari Bilbaó-mótsins

Lokaumferđ Bilbaó-mótsins fór fram í gćr. Öllum skákum umferđinnar lauk međ jafntefli. Carlsen (2855) gerđi jafntefli viđ Wesley So (2770). Heimsmeistarinn vann öruggan sigur á mótinu en hann hlaut 17 stig. Nakamura varđ annar međ 12 stig og Wei Yi...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.7.): 476
 • Sl. sólarhring: 1209
 • Sl. viku: 8021
 • Frá upphafi: 7789519

Annađ

 • Innlit í dag: 256
 • Innlit sl. viku: 4362
 • Gestir í dag: 196
 • IP-tölur í dag: 184

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband