Leita í fréttum mbl.is
Embla

SA unnu TRuxva nokkuđ örugglega

Á sama tíma og viđureign TR og TG fór fram tefldu saman liđ Skákfélags Akureyrar og unglingaliđs TR, TRuxva. Stór hluti liđsmanna TR voru nýkomnir frá EM í Prag og voru ţví heitir, en á sama tíma líklega svolítiđ ţreyttir. Liđ SA var frekar undirmannađ en ţađ liggur viđ ađ liđ TR hafi veriđ yfirmannađ.

Á fyrsta borđi var Vignir Vatnar Stefánsson. Vignir stóđ fyrir sínu og halađi inn 9 1/2 vinningum. Ţađ er ekki hćgt ađ taka ţađ af honum Vigni ađ hann er mjög sterkur í hrađskák og er fljótur ađ finna góđa leiki. Á öđru borđi var undirritađur, Gauti Páll Jónsson, sem stóđ sig mjög illa. Hann smalađi saman einhverjum fjórum og hálfum vinningi í frekar illa tefldum skákum en var hreinsađur á efri borđum eftir ađ hafa teflt ţar nokkrar mjög góđar skákir. Reyndar fyrir utan skákina međ svart á móti Mikka. Hún var glötuđ. Hrađskákin er svo yndislega brútal, mađur er aldrei búinn ađ vinna fyrr en kóngurinn er mát. Ţađ ţyrfti ađ vísu nokkuđ öflugar sjálfseyđingartölvur til ađ finna tapleiđina í nokkrum stöđum ţar sem menn geta falliđ á tíma og tapađ en ţađ er annađ mál. Á ţriđja borđi var Bárđur Örn Birkisson og á ţví fjórđa var Björn Hólm Birkisson. Ţeir fengu um 50% vinningshlutfall hvor og hefđu líklegast náđ fleiri vinningum á ađeins betri degi. Á neđri borđum tefldu Aron Ţór Mai, Róbert Luu og Alexander Oliver Mai en ţeir náđu í nokkra vinninga. Heilt yfir frekar slakur árangur hjá okkar mönnum, nema ţá helst hjá Vigni sem hefđi ţó ef til vill veriđ til í ađeins meira. Lokaniđurstađan var 39.5 – 32.5 SA í vil.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ Stórveldi Norđurlands er enn sterkara en ungu mennirnir í TR. Hver veit hversu stór sigur SA manna hefđi veriđ hefđu ţeir haft međ menn á borđ viđ Fide meistarana Björn Ívar Karlsson, Rúnar Sigurpálsson og Áskell Örn Kárason? Svo mađur nefni ekki EM-farana Jón Kristinn Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson.

En auđvitađ er hrađskák fyrst og fremst upp á gamaniđ og ţetta kvöld voru óneitanlega tefldar margar skemmtilegar skákir. Liđ TRuxva heldur áfram sömu stefnu og síđustu ár – ađ mćta miklu sterkara til leiks ađ ári. TRuxvi ţakkar fyrir sig og óskar SA til hamingju međ sigurinn!

Gauti Páll Jónsson


Steinţór Baldursson látinn

Steinţór

Steinţór Baldursson er látinn fimmtugur ađ aldri. Hann lést ađfararnótt sunnudagsins. Steinţór var í stjórn til Skáksambands Íslands frá árinu 2011 til dauđadags og í stjórn Skákfélagsins Hugins (og ţar áđur Taflfélagsins Hellis) um langt árabil.

Steinţór var einn allra öflugasti skákdómari landsins og hafđi alţjóđleg dómararéttindi. Hann var einn skákdómara á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 2014 og á Evrópumóti landsliđa í Laugardalshöllinni 2015. Steinţór var ţrautseigur međ afbrigđum og lét veikindin lítt stöđva sig. Hans síđasta skákstjóraverkefni var dómgćsla á Íslandsmótinu á Seltjarnarnesi í maí sl.

Steinţór í Tromsö

Steinţór lćtur eftir sig eiginkonu og ţrjú börn. Claire og börnum vil ég votta mína dýpstu samúđ. 

Steinţórs verđur sárt saknađ í Bakú ţar sem hann hefđi án efa notiđ sín mjög vel.

Frasi Steinţórs, "gríđarlega vandađ", mun hins vegar lifa međ íslenskri skákhreyfingu um ókomna tíđ.

Gunnar Björnsson,
Forseti Skáksambands Íslands


Taflfélag Reykjavíkur vann Taflfélag Garđabćjar

Liđ TR og TG mćttust í hrađskákkeppni taflfélaga í gćr og var glatt á hjalla. Fyrsta umferđ fór 4-2 fyrir TR og bar ţar hćst ađ TG-ingurinn Valgarđ Ingibergsson hafđi sigur á Ţorvarđi Fannari Ólafssyni og skríkti af gleđi í kjölfariđ. Hefur annađ eins gleđikvak úr barka Valgarđs ekki ómađ um sali Faxafensins síđan hann bauđ upp á tilbođiđ „Eitt snickers á 50 krónur, tvö á 100 krónur“ í TR-sjoppunni í gamla daga sem varđ til ţess ađ fjölmargir fjárfestu í ţessu kosta bođi, ţar á međal undirritađur.

Valgarđ átti eftir ađ fara illa međ Ţorvarđ ţetta kvöld en í síđari skák ţeirra var TR-ingurinn ađeins međ 2 sekúndur eftir í steindauđu hróksendatafli ţegar Valgarđ rétti honum ţá ölmusu ađ bjóđa honum jafntefli. Ţáđi Ţorvarđur bođiđ en sá síđar eftir ţví. „Ţetta var verra en tap,“ sagđi Varđi, beygđur en hvergi nćrri brotinn. Ţetta voru einu punktarnir sem hann missti niđur ţetta kvöld.

Önnur umferđ fór 3˝-2˝ fyrir TR og var allt útlit fyrir spennandi viđureign ţegar ađ ósköpin dundu yfir og TR vann 6-0 sigur í ţriđju umferđ. Eftir ţetta jókst ađeins forystan jafnt og ţétt og urđu lokaúrslitin 52˝-19˝ fyrir Taflfélag Reykjavíkur. 

Bestum árangri TR-inga náđi sá sem ţessi orđ ritar, Björn Ţorfinnsson, međ fullt hús, 12 vinninga af 12. Magnus Carlsen hefđi vissulega ekki náđ fleiri vinningum en taflmennskan var ekkert sérstaklega sannfćrandi á köflum. Yfirleitt var ţađ klukkan sem ađ tryggđi ađ vinningurinn féll mér í skaut. Ţorvarđur Fannar fékk 10˝ vinning af 12 og formađurinn Kjartan Maack 9˝ af 12. Ţá er rétt ađ minnast á ólseiga frammistöđu Torfa Leóssonar sem tefldi fimm skákir og hlaut 4˝ vinning.

Hjá TG-ingum var formađurinn Páll Sigurđsson međ bestan árangurinn eđa 50% vinninga. Nćstir voru Páll Snćdal Andrason og Sigurjón Haraldsson međ 4˝ vinning af 12. 

Vinningar TR:

 • Björn Ţorfinnsson – 12 af 12
 • Ţorvarđur Fannar Ólafsson - 10˝ af 12
 • Kjartan Maack - 9˝ af 12
 • Eiríkur Björnsson – 8 af 12
 • Torfi Leósson - 4˝ af 5
 • Jon Olav Fivelstad – 4 af 7
 • Ólafur Kjartansson – 4 af 12  

Vinningar TG:

 • Páll Snćdal Andrason - 4˝ af 12
 • Sigurjón Haraldsson - 4˝ af 12
 • Valgarđ Ingibergsson - 2˝ af 10
 • Ţorlákur Magnússon - 2˝ af 12
 • Baldur Möller - 2˝ af 12
 • Svanberg Pálsson – 2 af 12
 • Páll Sigurđsson – 1 af 2

Ólympíufarinn: Gunnar Björnsson

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag. Í dag kynnum viđ til leiks Gunnar Björnsson, sem verđur fulltrúi Íslands á ţingi...

Skákćfingar TR hefjast á laugardaginn

Skákćfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný laugardaginn 3.september. Ćfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og hannađar til ţess ađ mćta ţörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á ćfingum félagsins munu börnin fá markvissa kennslu og persónulega...

Ljósanćturmót HS orku fer fram á laugardaginn

Skákfélag Reykjanesbćjar í samstarfi viđ HS Orku halda Ljósanćturmót laugardaginn 3.sept kl.13:00. Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og í einum opnum flokki. Stađsetning í Njarđvíkurskóla og skráning hér ađ ofan í gula kassanum....

Afmćlismót TV fer fram 10. og 11. september

Helgina 10.-11. september 2016 fer fram atskákmót í Eyjum í tilefni af 90 ára afmćli Taflfélags Vestmannaeyja. Keppendur verđa úr Eyjum og á fastalandinu. Reiknađ er međ flestir keppendur ofan af landi komi međ Herjólfi laugardaginn 10. september. frá...

Guđmundur endađi međ 4 vinninga í Abu Dhabi

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2442) endađi međ 4 vinninga á alţjóđlegu móti sem lauk í Abu Dhabi í Sameinuđu arabísku furstadćmunum í dag. Guđmundur endađi í 78.-94. sćti (88. sćti á stigum) af 130 keppendum. Mótiđ var afar sterkt en međal...

Huginn-a í undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga

Huginn A-sveit bar sigurorđ af sveit Selfyssinga í húsakynnum Skáksambands Íslands sl. sunnudag. Mikill styrkleikamunur var á sveitunum og snemma ljóst í hvađ stefndi. Ţrír voru atkvćđamestir í sveit Hugins međ fullt hús vinninga ţeir Hannes Hlífar...

Ţrír efstir og jafnir á Siglufirđi - Sigurđur Arnarson skákmeistari Norđlendinga

Skákţingi Norđlendinga lauk í gćr á Siglurfirđi. Sigurđur Dađi Sigfússon (2254), Ţröstur Árnason (2255) og Halldór Brynjar Halldórsson (2247) komu jafnir í mark međ 5˝ vinning í 7 skákum. Sigurđur Dađi fékk efsta sćtiđ eftir stigaútreikning. Sigurđur...

Kári Sólmundarson allur

Kári heitinn Sólmundarson er minnistćđur mörgum, fćddur 4. apríl 1926 í Borgarnesi . Hann lést hinn 7. ágúst sl. og útför hans hefur fariđ fram í kyrrţey. Ég minntist 90 ára afmćlis hans međ nokkrum orđum í vetur leiđ á Facebook undir Gallerý skák og...

Ólympíufarinn: Kristján Örn Elíasson

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag. Í dag kynnum viđ til leiks Kristján Örn Elíasson, einn fimm íslenskra skákstjóra á...

Meistaramót Hugins hefst á miđvikudagskvöldiđ

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2016 hefst miđvikudaginn 31. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 19. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-5. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg...

Afreksćfingar Breiđabliks byrja í dag

Viltu ćfa skák oft í viku og stefna á afreksmörk Skáksambands Íslands ? Skákdeild Breiđabliks í samstarfi viđ Skákakademía Kópavogs og Skákskóla Íslands býđur í vetur upp á öfluga skákţjálfun međ ţađ ađ markmiđi. Bođiđ er upp á ćfingatíma í stúkunni viđ...

Barna- og unglingaćfingar Hugins í Mjóddinni hefjast í dag

Barna- og unglingaćfingar Skákfélagsins Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 29. ágúst 2016 . Ćfingarnar byrja kl. 17:15 og ţeim lýkur yfirleitt rétt fyrir kl. 19. Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verđur í tvo...

Bikarsyrpa TR fer fram 9.-11. september

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er...

Systkini gerđu ţađ gott á EM ungmenna

Evrópumóti ungmenna lauk í gćr í Prag í Tékklandi. Systkinin Bárđur Örn (u16), Björn Hólm (16) og Freyja Birkisbörn (u10) stóđu sig afar vel á mótinu og hćkka verulega á stigum. Sérstaklega tvíburarnir. Bárđur hćkkađi 111 skákstig en bróđir hans, Björn...

Ólympíufarinn: Hannes Hlífar Stefánsson

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag. Í dag kynnum viđ til leiks Hannes Hlífar Stefánsson sem teflir á fyrsta borđi í opnum...

Háspenna á Sigló: Halldór mćtir Stefáni

Fjör hefur fćrst í leikinn á Siglufirđi. Ţrír menn koma rétt á eftir forystusauđnum Halldóri Brynjari. Sigurđur Dađi, Ţröstur Árnason og Stefán Bergsson eru allir međ 4.5 vinning. Halldór er međ fimm af sex. Í lokaumferđinni sunnudagsmorgunn mćtir...

Skákţáttur Morgunblađsins: Wesley So vann stórmótiđ í St. Louis

Filippseyingurinn Wesley So sem mun tefla fyrir Bandaríkin á Ólympíumótinu í Baku í Aserbaídsjan sem hefst 1. september nk. varđ einn efstur á stórmótinu í St. Louis sem lauk um síđustu helgi. Mótshaldararnir, bandaríski auđmađurinn Rex Sinquefield og...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chess.com

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (31.8.): 13
 • Sl. sólarhring: 1706
 • Sl. viku: 7786
 • Frá upphafi: 7826734

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 4643
 • Gestir í dag: 10
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband