Leita í fréttum mbl.is
Embla

Ársskýrsla SÍ 2016-17

Ársskýrsla SÍ starfsáriđ 2016-17 er nú ađgengileg á stafrćnu formi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Meistaramót Skákskóla Íslands hefst í dag

Skákskóli Íslands

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2016/2017 fer fram dagana 26.–28. maí og verđur í tveim styrkleika/stigaflokkum.  Annar flokkurinn verđur skipađur keppendum sem hafa 1600 alţjóđleg elo-stig eđa meira en hinn flokkurinn er skipađur keppendum sem er undir 1600 elo stigum eđa stigalausir. 

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Vakin er athygli á ţví ađ tímamörk eru mismunandi í flokkunum og fćrri umferđir verđa tefldar í efri styrkleikaflokknum en ţar er teflt um sćmdarheitiđ Meistari  Skákskóla Íslands. Núverandi meistari Skákskólans er Dagur Ragnarsson. 

Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku. 

Mótsnefnd mun jafnframt taka afstöđu til óska ţeirra sem ekki ná stigalágmörkum en vilja líka tefla í stigahćrri flokknum.  

Flokkur undir 1600–elo-stigum og stigalausir: 

 1. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 18
 2. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 20 
 1. umferđ. Laugardagur 27. maí kl. 10-13.
 2. umferđ: Laugardagur 27. maí 13 –16
 3. umferđ: Laugardagur 27. maí 16-19 

6.. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 10-13.

 1. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 13 –16
 2. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 16-19 

Tímamörk í öllum umferđunum 30 30. 

Keppendur geta tekiđ eina eđa tvćr ˝ vinnings yfirsetur í fyrstu fimm umferđunum en tilkynna verđur um yfirsetuna fyrir umferđ og áđur en rađađ er í ţá nćstu. 

 

Flokkur keppenda međ 1600 – elo stig og meira. 

 

Tefldar verđa sex umferđir eftir svissneska kerfinu í báđum flokkum.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

 

Flokkur 1600 alţjóđleg elo – stig og ofar:

 

 1. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 16
 2. umferđ: Föstudagur 26. maí kl. 20

 

 1. umferđ. Laugardagur 27. maí kl. 10
 2. umferđ: Laugardagur 27. maí 15

 

 1. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 10
 2. umferđ: Sunnudagur 28. maí kl. 15

 

Tímamörk í öllum umferđunum 90 30.

 

Keppendur geta tekiđ eđa tvćr ˝ vinnings yfirsetu í fyrstu fjórum umferđunum en verđa ađ tilkynna um yfirsetuna fyrir umferđina og áđur en rađađ er í nćstu umferđ.

Skákmenn sem eru međ minna en 1600 elo- stig geta óskađ eftir ţví ađ tefla í flokki stigahćrri keppenda og mun mótsnefnd taka afstöđu til ţess og skila niđurstöđu međ góđum fyrirvara. 

 

Verđlaun í flokki 1600 elo +

 

 1. verđlaun: farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 50 ţús + uppihaldskostnađur kr. 35 ţús.
 2. verđlaun: Farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús.
 3. – 5. sćti Vandađar skákbćkur.

Auk ţess verđa veitt stigaflokkaverđlaun í mótinu:

 

1800 – 2000 elo:

 1. verđlaun: Farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús.

 

1600-1800 elo:

 1. verđlaun: Farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús.

 

Verđlaun í flokki 1600 elo og minna  og stigalausra:

 

 1. verđlaun: farmiđi á skákmót ađ verđmćti kr. 40 ţús:
 2. – 3. verđlaun: vandađar skákbćkur ađ eigin vali.

 

Verđlaun keppenda sem eru undir 1200 elo stig eđa stigalausir:

 1. verđlaun: Vandađar skákbćkur.
 2. verđlaun: Landsliđstreyja „tólfunnar“.
 3. verđlaun: Landsliđstreyja „tólfunnar“.

 

Mótsstig úrskurđa verđi keppendur jafnir ađ vinningum í báđum flokkum - nema í keppni um 1.  sćti í stigahćrri flokknum . Ţá skal teflt um titilinn: 

Meistari Skákskóla Íslands 2017. 

Ađalstyrktarađili Meistaramóts Skákskóla Íslands 2017 er  GAMMA. 

 


Pistill: Ţjáningar Ţorfinnsbrćđra í Ţelamörk

18685672_10212221747154492_1448639347_n

 

Á dögunum héldum viđ brćđur í víking til smábćjarins Kragerř í Ţelamörk í Noregi.  Ţar tókum viđ ţátt í alţjóđlegu skákmóti sem skákfrumkvöđullinn Truls Jörgensen stóđ fyrir. Truls er framkvćmdastjóri í öflugu fyrirtćki ţar í bć en er einnig ástríđufullur skákáhugamađur.  Hann heldur úti viđamiklu unglingastarfi á svćđinu og ţađ mátti glöggt sjá á ţátttakendalista mótsins ţar sem ungir skákmenn voru áberandi. Mótinu var ađ sjálfsögđu skipt í A, B og C-flokk enda Truls víđsýnn og skynsamur mađur í alla stađi. [Aths. ritstj. Bjössi stríđinn]

Ferđin kom upp međ skömmum fyrirvara hjá okkur brćđrum. Ástćđuna má helst rekja til ţess ađ undirritađur var pirrađur eftir sveiflukennt gengi í tveimur innlendum mótum í byrjun árs og vildi ólmur freista ţess ađ hamra járniđ á međan ţađ var heitt. Bragi hafđi aftur á móti lítiđ teflt í nokkra mánuđi og ţađ var ekki ákjósanlegt ţví framundan var seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga ţar sem hann var í dauđafćri til ţess ađ landa stórmeistaraáfanga eftir einstaklega gott gengi í fyrri hluta mótsins. Ferđin til Noregs var ţví hugsuđ sem einskonar upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga.

Mótsstađur var Kragerř Resort sem er í alla stađi glćsilegt hótel. Umhverfiđ er einstaklega fallegt og má segja ađ um einskonar heilsuhótel sé ađ rćđa ţví  ađ fjölmargir valkostir eru í bođi á stađnum varđandi hreyfingu, međal annars glćsilegur 18 holu golfvöllur.  Lítill tími gafst til ţess ađ njóta ţess ef undan er skilin stórkostleg spa-ađstađa hótelsins sem var mikiđ notuđ af okkur brćđrum. Ţar var hćgt ađ slaka á eftir erfiđan dag í sundlaug sem var međ útsýni yfir stórbrotinn fjörđ.

Mótiđ sjálft var međ túrbó-sniđi, níu umferđir á fimm dögum. Ţađ er kannski ekki eftirsóknaverđasta fyrirkomulagiđ á alţjóđlegum skákmótum en hentađi okkur brćđrum afar vel í ţetta sinn. Fimm stórmeistarar voru skráđir til leiks í mótinu og voru ţađ góđkunningjar okkar Rozentalis og Kveinys frá Litháen, Miezis frá Lettlandi, Catalbashev frá Búlgaríu og Lie frá Noregi.  Ađ auki tóku ţátt fimm alţjóđlegir meistarar en keppendur í A-flokki voru 26 talsins.

Viđ flugum út ađ morgni miđvikudags og vorum lentir um hádegisbiliđ. Fyrsta umferđ átti ađ hefjast kl.19.00 og ráđgert var ađ rútuferđin á mótsstađ myndi taka rúmlega ţrjár klukkustundir. Ţađ var öđru nćr og ţökk sé stórkostlegri umferđateppu út úr Osló ţá vorum viđ rúmlega sex klukkustundir á leiđinni. Vorum viđ brćđur nokkuđ framlágir eftir ţetta en fengum smá tíma til ţess ađ úđa í okkur kvöldverđi og svo var hafist handa. Blessunarlega voru andstćđingarnir ekki mikil fyrirstađa í fyrstu umferđ og ţví hófum viđ báđir mótiđ međ sigri. Viđ vorum afar fegnir ađ komast klakklaust frá ţessu ćvintýri og vorum hvíldinni fegnir.

Nćsti dagur var tekin snemma. Glćsilegt morgunverđarhlađborđ beiđ okkar og Norđmennirnir mega eiga ţađ til hrós ađ bođiđ var upp á úrvals kaffi og te í hverri umferđ. Ţađ er ekki alltaf svo í skákmótum og vorum međ brćđur afar kátir međ ţađ enda miklir kaffiunnendur.  Andstćđingarnir í 2.umferđ voru stórneistarnir Kveinys (Björn) og Catalbashev (Bragi).

Mér hefur gengiđ bölvanlega međ Kveinys og var 3-0 undir ţegar ađ ţessari skák kom. Ţađ skýrđi mögulega linkulega og áhćttufćlna taflmennsku sem ađ endađi međ leiđindajafntefli.  Skák Braga var öllu fjörugri en ţó fékk hvorugur keppandinn tćkifćri til ţess ađ snúa henni sér í vil. Ađ lokum leystist stađan upp í jafntefli. 

Í seinni umferđ dagsins tefldi ég viđ norska alţjóđlega meistarann Kristian Stuvik Holm sem er alrćmdur hérlendis eftir ađ gerst sekur um svindl á Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu fyrir nokkrum árum. Kristian var ţá barnungur en höfuđpaurinn var Ragnar, fađir hans, sem fékk ađ sjálfsögđu bann viđ frekari heimsóknum á mótiđ. Ţeir feđgar mćttu saman á mótiđ í Kragerř og verđ ég ađ viđurkenna ađ ţađ var afar óţćgilegt ţegar Kristian var ađ drita út öflugum leikjum og labba fram á gang ţar sem ađ fađir hans var ađ leika sér í snjallsímanum sínum! Sem betur fer fann ég lausnir á vandamálunum yfir borđinu og skákin leystist upp í jafntefli. Kristian  útskýrđi ţá fyrir mér ađ hann hefđi veriđ međ nákvćmlega sömu stöđu gegn Piu Cramling nýlega og var ţví öllum hnútum kunnugur . Ég var ţví í raun bara dauđfeginn ađ hafa sloppiđ međ jafntefli.

Bragi var afar ófarsćll gegn Kveinys og tapađi illa. Hann tefldi byrjun sem Kveinys hafđi stúderađ vel međ íranska kvennalandsliđinu nokkrum vikum fyrr og var ţví öllum hnútum kunnugur. Á međan ţekkti Bragi fínni blćbrigđri stöđunnar illa og fékk ţungan skell. Vinur okkar Kveinys nánast skríkti af gleđi eftir skákina yfir ţví ađ heilladísirnar hafi veriđ á hans bandi. Ekki annađ hćgt en ađ ţykja vćnt um ţennan kall!

Í fjórđu umferđ tefldum viđ brćđur viđ mun stigalćgri andstćđinga. Ég tefldi viđ ungan dreng sem hafđi nýveriđ teflt á Norđurlandamóti ungmenna, Mads Vestby-Ellingsen ađ nafni. Í grćđgi minni hirti ég peđ snemma tafls og líklega hefđi drengurinn getađ refsađ mér fyrir ţađ. Hann fann hinsvegar ekki bestu leiđina og ég sveiđ endatafliđ af öryggi. Bragi bróđir mćtti heldri skákmanni ađ nafni Oddvar Ull og verđur honum tileinkađur sérstakur kafli.

Oddvars saga  Ull

Áđur en viđ brćđur héldum af stađ til Ţelamerkur leit allt út fyrir ađ ég myndi tefla viđ Oddvar í fyrsta umferđ en hann var skráđur međ 1988 FIDE-stig. Ég hafđi ţví ađeins rannsakađ hugsanlegan andstćđing og međal annars flett honum upp á Facebook. Ţar blasti viđ mér langur pistill eftir Oddvar ţar sem ađ lýsir andlegum veikindum og međal annars tilraunum til sjálfvígs.  Varđ ég nokkuđ tómur viđ lesturinn en ţessi vitneskja gerđi ţađ ađ verkum ađ ég fylgdist vel međ framgöngu Oddvars í mótinu.

Talsverđar breytingar urđu á keppendalistanum rétt fyrir fyrstu umferđ og svo fór ađ Oddvar tefldi viđ ungstirniđ Tor Fredrik Kaasen. Sá ágćti drengur hafđi á skömmum tíma rokiđ upp FIDE-stigalistann og státađi nú af 2468 stigum. Oddvar mćtti ferskur í fyrstu umferđ, greinilega spenntur fyrir viđureigninni og tefldi byrjunina af krafti međ svörtu mönnunum.

Eftir 13.leik hvíts var stađan svona:

Clipboard02


Oddvar var einfaldlega ađ tefla skák lífs síns og allir sem voru á mótsstađ hópuđust ađ borđinu. Ţađ fór greinilega ekkert sérstaklega vel í okkar mann ţví augljóst var ađ hann var nokkuđ stressađur. Í ofangreindri stöđu er hvítur einfaldlega óverjandi mát ţó ađ ţađ sé alls ekki augljóst. Fallegasta lausnin felst í 13. – Bd6+ 14.Kg4 Bf5+! 15. Kxf5 Dh4! 16. g4 He8 og mátiđ blasir viđ. Ég var nokkuđ spenntur fyrir hönd Oddvars ţegar hann lék 13. – Bd6+ eftir langa umhugsun.  Eftir hinn ţvingađa leik 14. Kxg4 lék Ull hinsvegar 14. – Dd7+ sem er ađ mörgu leyti skiljanlegur leikur. Framhaldiđ varđ 15. Kh4 g5+ 16. Dxg5 Be7 og hvíta drottningin fellur.  Svartur er ađ sjálfsögđu međ gjörunniđ tafl en smátt og smátt fór Oddvar ađ leika skákinni niđur. Ađ lokum tókst honum ađ tapa skákinni á ótrúlegan hátt.

Ţađ var ekki laust viđ ađ allir keppendur hafi vorkennt Oddvari eftir ţessa niđurstöđu. Daginn eftir mćtti hann frekar ţreytulegur í morgunumferđina og vann sigur á stigalćgsta manni mótsins. Mátti greina ljúfan angann af ótilgreindum kaupstađ í loftinu. Í seinni umferđ dagsins var okkar mađur orđinn frekar ţreytulegur en ţađ stöđvađi hann ekki í ţví ađ tefla af krafti gegn nýkrýndum Norđurlandameistara Andreas  G. Tryggestad, 2316.  Óhćtt er ađ segja ađ báđir keppendur hafi teflt frekar illa. Ađ lokum platađi Ull hinn unga andstćđing sinn upp úr skónum og eftirfarandi stađa leit dagsins ljós.

Clipboard03 

Oddvar var međ hvítt og átti leik. Hann er ađ sjálfsögđu međ gjörunniđ tafl en greinilegt er ađ hann hefur óttast framrás f-peđs svarts. Hann lék ţví hinum fyrirbyggjandi og ígulmenntađa leik 59. Bd4. Ţađ vćri frábćr leikur í alla stađi ef ađ svartur ćtti ekki hinn óţćgilega svarleik 59. – Dc1 skák og mát.

Síđar um kvöldiđ gekk undirritađur framhjá hótelbarnum á leiđinni í háttinn. Ţar var einungis einn viđskiptavinur eftir, Oddvar Ull. Hann sat međ drykk og horfđi út í tómiđ. Í ţessari stund fólst harmrćn fegurđ.

Andstćđingur Oddvars í fjórđu umferđ var síđan enginn annar en Bragi bróđir. Viđ brćđur höfđum skellt okkur í sund snemma morguns til ţess ađ öđlast nauđsynlegan ferskleika fyrir strembinn dag. Ţađ hafđi Oddvar Ulll ekki gert. Hann var úfinn og ţreytulegur í meira lagi. Hann tefldi ţó vel gegn Braga og ţrátt fyrir ađ vera peđi undir ţá var ekki augljóst hvernig Bragi ćtlađi ađ fara ađ ţví ađ vinna skákina. Skelfilegur afleikur gerđi ţó ađ lokum út um skákina.

Eftir ţessa skelli var Oddvar brotinn á bak aftur. Taflmennskan fór versnandi og ađeins kom eitt jafntefli í hús ţađ sem eftir var móts. Hann endađi í deildu neđsta sćti í móti ţar sem glćstir sigrar voru innan seilingar.

Í fimmtu umferđ tefldi ég viđ alţjóđlega meistarann Espen Lie. Ég var međ hvítt og beitti svonefndu London-kerfi sem er afar traust og einfalt. Ég ákvađ ađ skipta upp í hundleiđinlegt endatafl eins og Kamsky hefur stundum gert í sömu stöđu en skyndilega fékk ég ţá herfilegu hugmynd ađ sleppa drottningaruppskiptum. Afleiđingarnar voru ţćr ađ ég tapađi peđi en öllu verri fréttir voru ţćr ađ mótspiliđ var minna en ekki neitt. Í örvćntingafullri leit minni ađ moldviđri framdi ég síđan virđulegt harikiri á borđinu, gafst upp, strunsađi niđur í heilsulindina og refsađi sjálfum mér međ ítrekuđum heimsóknum í kalda pottinn međ tilheyrandi skrćkjum. Eftir svona frammistöđu eiga menn ekkert gott skiliđ.

Frammistađa Braga var öllu betri. Hann vann góđan sigur međ svörtu gegn alţjóđlega meistaranum Petter Haugli og var hinn kátasti ţegar bugađur bróđir hans kom úr heilsulindinni.  Héldum viđ brćđur ţá í matsal hótelsins sem var glćsilegur í alla stađi. Útsýni til allra átta og hlađborđiđ sem bođiđ var uppá öll kvöld var frábćrt. Ţá léttist lund okkar nokkuđ ţegar íslensk stúlka, sem búiđ hafđi í Kragerř í rúman áratug, heilsađi upp á okkur. Hún hafđi um nokkurt skeiđ unniđ á hótelinu og var mćtt á sína fyrstu vakt eftir ađ viđ brćđurnir mćttum á stađinn.

Sjötta umferđ hófst eldsnemma daginn eftir og framundan voru óţćgilegir andstćđingar. Bragi fékk hvítt á ungstirniđ Kaasen (2468) sem hafđi fariđ mikinn í mótinu eftir heppnina gegn Oddvari í fyrstu umferđ. Ég tefldi viđ međ svörtu gegn nýkrýndum Norđurlandameistara, Andreas G. Tryggestad (2316). 

Hjá mér kom upp uppskipta afbrigđi spćnska leiksins og fórnađi ég peđi á velţekktan hátt. Ég gaf fćri á mér snemma tafls međ yfirborđskenndri og vanhugsađri hugmynd en hinn ungi mótherji minn treysti mér um of og greip ekki gćsina. Eftir ţađ átti hann ekki möguleika og ég valtađi samviskusamlega yfir pjakkinn. Skák Braga var öllu flóknari og skipti nokkrum sinnum um eigendur. Bragi yfirspilađi Kaasen í byrjun tafls en síđan missti hann marks og endađi í nauđvörn. Sem betur fer hafđi litli bróđir ţađ af en síđan kom upp ćsilegt tímahrak. Sem betur fer tefldi Bragi seinni hluta skákarinnar allt ađ ţví óađfinnanlega og hafđi afar mikilvćgan sigur.  Voru Ţorfinnsbrćđur vígreifir eftir ţessa niđurstöđu. Hádegishléiđ var nýtt í velútlátinn hádegisverđ, hressandi göngutúr og afar mikilvćgan blund!

Síđar sama dag fór fram sjöunda umferđ og vorum viđ brćđur komnir í bullandi toppbaráttu. Bragi tefldi á fyrsta borđi gegn stórmeistaranum Kjetill A. Lie og ég mćtti gođsögninni Eduardas Rozentalis. Bragi tefldi nokkuđ góđa skák gegn Lie ţar sem ađ ţrćđir valdsins voru alltaf í hendi litla bróđur. Stađan batnađi jafnt og ţétt hjá okkar manni og mátti Lie teljast heppinn ađ sleppa út í endatafl peđi undir. Ţar náđi hann hinsvegar góđri blokkeringu međ riddaranum sínum og jafntefliđ varđ ekki umflúiđ. Međ örlítiđ meiri nákvćmni hefđi Bragi vel getađ unniđ ţessa skák.

Ég tefldi langa og flókna skák gegn Rozentalis. Ég var kominn međ yfirburđatafl eftir byrjunina en ţá réđst stórmeistarinn öflugi til atlögu svo um munar og fórnađi liđi fyrir ógnvekjandi sókn. Var ég afar stressađur um ađ ég myndi enda sem fórnarlamb í einhverju ódauđlegu listaverki á hinum 64 reitum en ţađ eru skelfileg örlög í alla stađi. Sem betur fer fann ég hinsvegar ágćta varnarleiki og slapp síđan frá öllu saman međ betra tafl. Rozentalis ćtlađi hinsvegar ekki ađ tapa án baráttu og hann varđist af miklum krafti lengi vel. Í tímahraki lék hann hinsvegar af sér peđi á afar klaufalegan hátt sem endađi međ ţví ađ ég komst út í endatafl manni yfir. Slćmu fréttirnar voru hinsvegar ţćr ađ ég gat í raun ekki komiđ í veg fyrir ađ ég myndi missa öll mín peđ og ţyrfti ţá ađ máta stórmeistarann međ riddara og biskup.  Ţetta var í fyrsta skipti á ferlinum, jafnvel í hrađskákum, sem ađ ţetta endatafl kom upp hjá mér og var ég ţví nokkuđ smeykur. Sem betur fer ţá náđi ég ađ muna ađferđina og Rozentalis gafst upp eftir 120.leiki.

Ef ađ viđ vorum montnir eftir fyrri umferđ dagsins ţá héldu okkur engin bönd eftir ţessa umferđ. Vorum viđ brćđur í öđru sćti mótsins fyrir tvćr síđustu umferđirnar međ fimm vinninga. Efstur var Kjetill A. Lie međ 5˝. Héldum viđ í koju sannfćrđir um ađ miklir sigrar vćru yfirvofandi síđasta daginn. Ţađ varđ ekki raunin.

Lie-brćđur voru andstćđingar okkar í 8.umferđ. Ég tefldi viđ efsta manninn, Kjetil og Bragi tefldi viđ bróđur hans Espen sem einnig státađi af fimm vinningum. Hann hafđi teflt viđ ađeins sterkari andstćđinga en viđ brćđur og var ţví hársbreidd frá sínum síđasta stórmeistaraáfanga. Til ţess ţurfti hann 1˝ vinning í síđustu tveimur umferđunum.

18741573_10212221735314196_1019817430_n

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Bragi hélt uppteknum hćtti varđandi gjafmildi okkar brćđra gagnvart Espen. Skákin var arfaslök í alla stađi og Espen vann öruggan sigur og stórmeistaraáfangi hans ţví nánast gulltryggđur.

Skák mín gegn Kjetil var talsvert meira spennandi.  Kjetil tefldi enska leikinn og ég svarađi ţví međ kraftmikilli taflmennsku. Ég afréđ ađ fórna peđi fyrir talsverđar flćkjur og mat tölvan stöđuna ţannig ađ ég vćri međ úrvalsbćtur. Stađan var ţó vantefld og öllu verra var ađ ég kom mér í tímahrak sem ađ gerist sjaldan. Eftir smá ónákvćmi fórnađi Kjetil síđan skiptamuni og komst út í afar vćnlegt endatafl. Mín tilfinning var sú ađ ég hefđi átt ađ geta haldiđ jafnteflinu en međ engan tíma á klukkunni var ţađ nánast ógjörningur. Lie-brćđur rassskelltu ţví Ţorfinnsbrćđur 2-0.

Ţađ voru ţung skref í hádegisverđinn ţennan síđasta dag.  Allir draumar ađ engu orđnir. Ekki léttist lund okkar ţegar ađ pörun síđustu umferđar leit dagsins ljós en ţar blasti viđ viđureignin Ţorfinnsson – Ţorfinnsson.  Ţetta var stutt skák, án sviptinga, sem endađi međ skiptum hlut.

Lokaniđurstađa mótsins var sú ađ stórmeistarinn Kjetill A. Lie vann glćsilegan sigur og hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum.  Ekki síđur var árangur bróđur hans, Espen, glćsilegur en hann náđi sínum síđasta stórmeistaraáfanga međ ţví ađ hljóta 6,5 vinninga  af 9 og fór taplaus í gegnum mótiđ. Hann ţarf núna ađeins stigin til ţess ađ ná titlinum eftirsótta og međ taflmennsku eins og hann sýndi í Kragerř mun ţađ gerast innan tíđar. Í 3-4.sćti voru síđan stórmeistararnir Kveinys og Catalbashev međ 6 vinninga. Kveinys vann hinn unga Kaasen í 15.leikjum međ hvítu í síđustu umferđ og var svo kátur eftir mótiđ ađ annađ eins hefur vart sést.

Viđ brćđur deildum 5-8.sćti ásamt Tryggestad og Miezis. Veitt voru peningaverđlaun fyrir sjö efstu sćtin og var notast viđ athyglisvert kerfi. Í stađ ţess ađ deila ţremur verđlaunum međ okkur fjórmenningunum ţá var sá stigalćgsti skilinn út undan. Ţađ kom í hlut stórmeistarans Miezis sem hafđi átt arfaslakt mót en unniđ sig upp í lokin. Fengum viđ brćđur um 25 ţúsund krónur á kjaft sem ađ er vissulega betra en ekki neitt! Viđ vorum ţó frekar ósáttir međ lokaniđurstöđuna og töldum ađ međ smá stríđsgćfu ţá hefđi árangurinn getađ orđiđ betri.  Ég grćddi sjö stig í mótinu en Bragi heltraust 1 stig! Nokkrum dögum síđar landađi Bragi stórmeistaraáfanga í Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla og ţví má segja ađ heimsóknin til Noregs hafi skilađ sínu.

18716835_10212221766194968_630204986_n

 

 

Mótshaldarinn Truls Jörgensen er stađráđinn í ađ halda annađ sambćrilegt mót nćsta ár. Ţađ er mín skođun ađ íslenskir skákmenn ćttu ađ ađ íhuga ţađ alvarlega ađ kíkja í heimsókn. Hóteliđ er fyrsta flokks, maturinn frábćr og öll skipulagning mótsins til fyrirmyndar. Sérstaklega hefđu ungir skákmenn á bilinu 1600-1800 gott af ţví ađ mćta til leiks og spreyta sig í B-flokki mótsins. Ţar voru góđ tćkifćri til ţess ađ moka inn skákstigum og öđlast keppnisreynslu og sjálfstraust á erlendri grundu.

Björn Ţorfinnsson međ ađstođ Braga Ţorfinnssonar.

 


Íslandsmeistarinn skýrir frá leyndardómum velgengni sinnar

Skákmeistarinn geđţekki, Guđmundur Kjartansson, sem á dögunum varđ Íslandsmeistari í skák eftir ćsispennandi lokasprett og frábćrlega vel teflda úrslitaskák, hyggst veita skákáhugamönnum innsýn í hugarheim sinn miđvikudagskvöldiđ 24.maí kl.20-22 í...

Ćsispennandi Íslandsmót í skák

Íslandsmótiđ í ár var í senn ćsispennandi og skemmtilegt. Fjörlega var teflt í Hraunseli í Firđinum viđ frábćrar ađstćđur. Mótinu lauk svo međ ćsispennandi úrslitaskák ţar sem Guđmundur Kjartansson vann Héđin Steingrímsson eftir afar val teflda skák ţar...

Frestur til ađ sćkja um styrki til SÍ rennur út um nćstu mánađarmót

Stjórn SÍ veitir styrki til skákmanna ţrisvar á ári. Nćsti frestur til ađ sćkja um styrki rennur út um nćstu mánađarmót. Styrktarreglur SÍ má finna hér . Umsóknareyđublađ má finna hér .

Ding Liren vann Grand Prix-mótiđ í Moskvu

Grand Prix-mótiđ í Moskvu, sem lauk í gćr, féll nokkuđ í skuggan á spennandi Íslandsmóti í Hafnarfirđi. Kínverski stórmeistarinn Ding Liren (2773) kom sá og sigrađi á mótinu en hann hlaut 6 vinninga í 9 skákum. Annar varđ Aserinn brosmildi Shakhriyear...

Guđmundur Íslandsmeistari í skák

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2437) varđ rétt í ţessu Íslandsmeistari í skák eftir magnađa sigurskák gegn Héđin Steingrímssyni (2562). Fyrir skákina hafđi Héđinn 7 ˝ vinning en Guđmundur 7 vinninga. Guđmundur ţurfti ţví nauđsynlega ađ...

Héđinn eđa Guđmundur? - Úrslitin ráđast í dag - lokaumferđin hefst kl. 13

Úrslitin ráđast í dag á Íslandsmótinu í skák. Ţađ skýrđist í nćstsíđustu umferđinni í gćr ađ ekki muni koma til úrslitakeppni heldur munu úrslitin ráđast á sjálfu mótinu. Héđinn Steingrímsson leiđir mótiđ međ 7 ˝ vinning en Guđmundur hefur 7 vinninga....

Úrslitaskák um Íslandsmeistaratitilinn á morgun - Héđinn hefur hálfan vinning á Guđmund

Ţađ er ljóst ađ ţađ verđur úrslitaskák um Íslandsmeistaratitilinn í skák á morgun ţegar Héđinn Steingrímsson (2562) og Guđmundur Kjartansson (2437) tefla. Héđni dugar jafntefli en Guđmundur, sem stjórnar hvíta heraflanum, ţarf ađ vinna. Báđir unnu ţeir í...

Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn leiđir Íslandsmótiđ

Héđinn Steingrímsson hefur unniđ tvćr fyrstu skákir sínar í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands sem fram fer í Hafnarfirđi og er einn efstur en hann er almennt talinn einn sigurstranglegasti keppandi mótsins međal ţeirra tíu keppenda sem tefla...

Áttunda og nćstsíđasta umferđin hefst kl. 17 í Hafnarfirđi

Áttunda og nćstsíđasta umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirđi. Sem fyrr berjast Íslandsmeistararnir frá 2015 og 2014 um titilinn. Héđinn Steingrímsson hefur 6 ˝ vinning og Guđmundur Kjartansson 6...

Héđinn efstur - enn fylgir Guđmundur eins og skugginn

Héđinn Steingrímsson (2562) vann sigur á Guđmundi Gíslasyni (2336) í afar spennandi skák sem er rétt nýlokiđ. Guđmundur sem lengi hafđi vonda stöđu sýndi mikla útsjónarsemi í vörninni en svo fór ađ hann sá ekki viđ stórmeistaranum sem var sífellt ađ búa...

Sjöunda umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17

Sjöunda umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirđi. Spennan er mikil á mótinu en Héđinn Steingrímsson hefur hálfs vinnings forskot á Guđmund Kjartansson ţegar ţremur umferđum er ólokiđ. Ţeir mćtast einmitt í...

Mikiđ fjör á Vorhátíđ Taflfélags Reykjavíkur

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíđarskákćfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mćttu á sameiginlega lokaćfingu. Ţetta var sannkölluđ uppskeruhátíđ. Fyrst var teflt 6 umferđa skákmót, Uppskerumót TR,...

Héđinn efstur í Hafnarfirđi - Guđmundur fylgir enn eins og skugginn

Héđinn Steingrímsson (2562) heldur áfram á sigurbraut á Íslandsmótinu í skák í Hafnarfirđi. Í sjöttu umferđ sem fram fór í kvöld vann hann Hannes Hlífar Stefánsson (2566) međ mjög góđri endatafltćkni. Héđinn hefur 5 ˝ vinning. Guđmundur Kjartansson...

Björgvin hlaut 3˝ vinning í Búdapest

Björgvin Víglundsson (2123) tók ţátt í First Saturday-móti sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Björgvin hlaut 3˝ í 9 skákum. Prýđisgóđ frammistađa hjá Björgvini, sem var nćststigalćgstur keppenda. Hann hćkkađi um 14 stig fyrir frammistöđuna....

Sjötta umferđ Íslandsmótsins hefst í Hafnarfirđi kl. 17 - stórmeistaraslagur

Sjötta umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirđi. Spennandi viđureignir í dag en stórmeistaraslagur verđur í bođi ţegar Héđinn Steingrímsson (2562) og Hannes Hlífar Stefánsson (2566) mćtast. Guđmundur...

Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 26.-28. maí

Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2016/2017 fer fram dagana 26.–28. maí og verđur í tveim styrkleika/stigaflokkum. Annar flokkurinn verđur skipađur keppendum sem hafa 1600 alţjóđleg elo-stig eđa meira en hinn flokkurinn er skipađur...

Héđinn efstur - Guđmundur fylgir eins og skugginn - Björn í banastuđi

Í kvöld fór fram fimmta umferđ Íslandsmótsins í skák í Hafnarfirđi. Héđinn Steingrímsson (2562) er sem fyrr efstur á mótinu en hann hefur 4 ˝ vinning . Hann vann Dag Ragnarsson (2320) í vel tefldri skák í kvöld. Guđmundur Kjartansson (2437) fylgir...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.5.): 575
 • Sl. sólarhring: 890
 • Sl. viku: 6515
 • Frá upphafi: 8197928

Annađ

 • Innlit í dag: 385
 • Innlit sl. viku: 4306
 • Gestir í dag: 271
 • IP-tölur í dag: 256

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband