Leita í fréttum mbl.is
Embla

Aronian efstur fyrir lokaumferðina - loks vann Carlsen

levon-aronian

Levon Aronian (2793) hefur hálfs vinnings forskot fyrir níundu og síðustu umferð Altibox Norway Chess mótsins sem fram fer í dag. Aronian gerði í gær jafntefli við Vishy Anand (2786). Aronian hefur 5,5 vinninga, Hikaru Nakamura (2785) er annar með 5 vinning og Anish Giri (2771) þriðji með 4,5 vinninga.

Magnus Carlsen (2832) vann langþráðan sigur í gær þegar hann lagði Sergey Karjakin (2781) að velli og var mjög létt að skák lokinni. MVL (2796) vann einnig sína fyrstu skák með sigri á Vladimir Kramnik (2808). Eftir gærdaginn hefur Carlsen 13 stiga forskot á Wesley So á lifandi stigalistanum og heldur væntanlega toppsætinu sem hann hefur haldið frá í júlí 2011. 

Níunda og síðasta umferð fer fram í dag. Carlsen teflir við Anand, Aronian mætir Wesley So (2812), Nakamura sest á móti landa sínum Caruana (2808) og andstæðingur Giri verður Kramnik (2808). 

Ítarlega umfjöllun um gærdaginn má finna á Chess.com.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.8.): 294
 • Sl. sólarhring: 1319
 • Sl. viku: 8995
 • Frá upphafi: 8281645

Annað

 • Innlit í dag: 179
 • Innlit sl. viku: 5175
 • Gestir í dag: 163
 • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband