Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2017

Skólaskákmót Suđurlands 2. maí á Selfossi

Skólaskákmót Suđurlands fer fram ţriđjudaginn annan maí í Fischer-setrinu á Selfossi. Mótiđ hefst klukkan 16:00 og skulu keppendur mćta 15:45

Keppt verđur í yngri flokki (1.-7. bekkur) og eldri flokki (8.-10) bekkur.

Umhugsunartími verđur tíu mínútur á mann og fer umferđarfjöldi eftir fjölda ţátttakenda.

Sigurvegari hvors flokks vinnur sér inn ţátttökurétt á Landsmótiđ í skólaskák sem fer fram helgina 5. – 7. maí á Akureyri.

Skráningu skal senda á netfangiđ gunnar@skaksamband.is

Skráningarfrestur er til og međ mánudeginum 2. maí.


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - hörđ barátta á toppnum

Rd8_indverjarEnn eru sex efstir og jafnir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu ţegar ađeins tvćr umferđir eru til stefnu. Enginn af efstu mönnum vann sína skák og ţví náđu ţeir Zoltan Almasi og Anish Giri ađ komast aftur í hóp efstu manna međ 6,5 vinning af 8.  Almasi vann sigur á Tyrkjanum Emre Can sem hafđi komiđ á óvart í síđustu umferđ og Giri lagđi ţýska stórmeistarann Alexander Donchenko. Nils Grandelius, Abhijeet Gupta, Vidit Santosh Gujrati og Baadur Jobava eru međ ţeim í hópi efstu manna.

 

Jóhann Hjartarson átti vćnlega stöđu gegn Erwin l‘Ami frá Hollandi en sá hollenski sýndi mikla seiglu og hélt jafntefli. Jóhann er eftir sem áđur efstur Íslendinga međ 6 vinninga og enn hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.  Bragi Ţorfinnsson náđi mjög góđu jafntefli gegn hinum ţekkta skákmanni Alexei Shirov sem verđa ađ teljast mjög góđ úrslit. Bragi er nćstur Íslendinga međ 5,5 vinning ásamt Ţresti Ţórhallssyni, Birni Ţorfinnssyni og Guđmundi Kjartanssyni. Guđmundur Kjartansson vann seiglusigur á ungstirninu Vigni Vatnari en nokkuđ var um Íslendingaslagi ţar sem ţeir reynslumeiri höfđu sigur. Hannes Hlífar lagđi Jón Kristin Ţorgeirsson og Ţröstur Ţórhallsson lagđi Halldór Grétar.

 

Indverska ungstriniđ Rameshbabu Praggnanandhaa vann gríđarlega sterkan sigur á Gawain Jones og mögulegt er ađ enn einu sinni fćđist ný stjarna í skákheiminum á Reykjavíkurskákmótinu. Sterkar lokaumferđir gćtu hjálpađ indverska undrabarninu gríđarlega í baráttunni um ađ ná ađ vera yngsti stórmeistari sögunnar.

Fjölmargir virđast stefna á áfanga í mótinu. Awonder Liang, ungi Bandaríkjamađurinn sem er ađ koma á mótiđ ţriđja áriđ í röđ virđist ćtla ađ ná stórmeistaraáfanga og sama má segja um Kanadamanninn Aman Hambleton eftir kraftaverkajafntefli i dag. Landi hans Kleinman virđist einnig ćtla ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

 

Baráttan heldur áfram í 9. umferđ sem hefst á morgun klukkan 15:00. Enginn má viđ ţví ađ misstíga sig ţegar svo lítiđ er eftir og mikilvćgt ađ vinna skákir á efstu borđunum. Skákskýringar munu hefjast um 17:00.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


Dagskrá dagsins: Umferđ, skákskýringar og kotra - Jóhann og Bragi í toppbaráttunni

6th_rnd_Vidit

Áttunda umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 15. Margar áhugaverđar viđureignir. Jóhann Hjartarson (2536), sem er ađeins hálfum vinningi frá efstu mönnum, teflir viđ Erwin L´Ami (2614) óvćntan sigurvegara Reykjavíkurskákmótsins 2015. Bragi Ţorfinnsson (2457) fćr hinn hláturmilda lettneska stórmeistara Alexei Shirov (2693), sigurvegara mótsins frá 1992 (ásamt Jóhanni). Íslendingaslagur er svo á 24. borđi ţar sem Vignir Vatnar Stefánsson (2341) og Guđmundur Kjartansson (2468) mćtast. 

Skákskýringar Einars Hjalta Jenssonar hefjast kl. 17.

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ fjölmenna í Hörpu. 

Kotrusamband Íslands stendur svo fyrir kotrumóti sem hefst kl. 19. Nánar má lesa um ţađ hér.

 

 

 

 


Ađalfundur SÍ fer fram 27. maí

Ađalfundur SÍ fer fram laugardaginn 27. maí. Til hans verđur bođađ međ formlegum hćtti nćstu daga. 


Fimm efstir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Rd7_JobavaLeikar eru farnir ađ ćsast og ţađ var ljóst á baráttunni á efstu borđum GAMMA Reykjavíkuskákmótsins. Ađeins Anish Giri og Gata Kamsky skildu jafnir á efsta borđi en sjö nćstu skákir voru allar sigurskákir. Fimm skákmenn eru nú efstir og jafnir. Baadur Jobava frá Georgíu var fyrstu ađ nýta sér jafntefliđ á efsta borđi og lagđi sinn andstćđing laglega. Emre Can kom á óvart og lagđi Gawain Jones og loks lagđi Vidit Santosh Gujrati sinn andstćđing laglega. Ţeir Nils Grandelius og Abhijeet Gupta bćttust svo í hópinn eftir mjög langar og strangar skákir.

 

Jóhann Hjartarson er efstur Íslendinga eftir ađ hafa lagt sćnska alţjóđlega meistarann Björn Ahlander. Jóhann er međ 5,5 vinning og hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Nćstur kemur Bragi Ţorfinnsson međ 5 vinninga.

 

Áttunda umferđin hefst á morgun klukkan 15:00 og má búast viđ mikilli baráttu. Nils Grandelius mćtir Jobava á efsta borđi og Indverjarnir Vidit og Gupta mćtast. Jóhann fćr hvítt á Erwin l‘Ami, stórmeistara frá Hollandi, en hann vann mótiđ 2015. Bragi mćtir sjálfum Alexei Shirov. Áhorfendur eru velkomnir og skákskýringar hefjst um 17:00.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Dagskrá dagsins - lykilumferđ og skákskýringar Helga Áss

18077167_961937523909758_1572928489713235384_o

Sjöunda umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 17 í dag. Seinna en vanalega ţar sem margir erlendu keppendanna fara gullna hringinn og heimsćkja gröf Fischers í dag. Ţađ er mikil spennan fyrir daginn. 14 skákmenn efstir og jafnir međ 5 vinninga. Jóhann Hjartarson og Björn Ţorfinnsson eru svo hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Margar athyglisverđar skákir eru í dag. Á efsta borđi teflir Anish Giri (2771) viđ Gata Kamsky (2668).

65536

Vert er ađ benda á indversku skákkonuna R. Vaishaili (2259) sem er ađeins 16 ára. Hún er langstigalćgst ţeirra fjórtán sem eru á toppnum á mótinu. Vaishaili ţessi hefur svolítiđ falliđ í skuggann af bróđur sínum Praggnanandhaa (2447) en er auđvitađ geysisterk og er tvöfaldur heimsmeistari stúlkna. Í tveimur síđustu umferđum hefur hún lagt stórmeistara ađ velli.

17991138_961271893976321_896186628659604802_n

 

Sigurlaug Friđţjófsdóttir hefur fylgst vel međ henni og skrifađi svo á Facebook-vef skákmanna í gćr

Í dag tefldi ég frekar stutta skák og náđi loksins ađ horfa á ađrar skákir. Sá 16 ára stúlku (fćdd 2001) frá Indlandi međ 2259 vinna stórmeistara međ 2509. Ekki nóg međ ţađ: hún byrjađi á ađ vinna einn međ 1708, tapađi gegn stórmeistara 2607, vann síđan 1928 og 2067 og 2455 og í dag 2509. Á morgun fćr hún stórmeistara međ 2614! Hún er međ alţjóđlegan meistaratitil kvenna međ performance upp á 2511 og er ţegar búin ađ hćkka um 38 stig!

Ţessi stúlka stendur fyllilega undir sínum stigum! Hefur veriđ ađ vinna stigalćgri og vinna einnig stigahćrri! Á morgun teflir hún viđ fjórđa stórmeistarann og ţar af stórmeistara nr. 2 međ yfir 2600 stig! Ţvílík fyrirmynd fyrir ungar skákstelpur og ţvílíkt flottur skákmađur sem blómstrar á Reykjavík open. Ég segi: áfram Vaishali! Glćsilegur árangur hingađ til!

Litli bróđir Vaishali, Praggnanandhaa, teflir í dag viđ gođsögnina Alexander Beliavsky (2597). Aldursmunurinn er 52 ár!

Hinn ungi og efnilegi akureyski skákmađur Jón Kristinn Ţorgeirsson (2189) fćr krefjandi verkefndi en hann teflir viđ bandaríska stórmeistarann James Tarjan (2414) sem var ólympíumeistari međ sveit Bandaríkjanna áriđ 1976. Tarjan og Beliavsky eru ţeir einu á mótinu sem eiga ólympíugull.

Umferđ dagsins hefst kl. 17 eins og áđur sagđi. Skákskýringar Helga Áss Grétarssonar hefjast kl. 19.

 

 

 


Aftur ţéttist toppurinn á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

6th_rnd_ViditJafntefli urđu á fjórum efstu borđum á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu. Ţau úrslit ţýddu ađ allir međ 4 vinninga gátu náđ efstu mönnum ađ vinningum međ ţví ađ vinna sínar skákir. Niđurstađan er ţví ađ fjórtán skákmenn eru efstir og jafnir međ 5 vinninga, ţar á međal allir stigahćstu menn mótsins, Giri, Andreikin, Almasi og Jobava.

 

Björn Ţorfinnsson og Jóhann Hjartarson eru nú efstir Íslendinga međ 4,5 vinning og stutt frá efstu mönnum. Björn lagđi Guđmund Kjartansson og Jóhann lagđi indverskan skákmann. Hinn ungi Vignir Vatnar náđi ekki ađ fylgja á eftir góđum úrslitum í gćr og tapađi gegn indverska stórmeistaranum Harika. Nokkur úrslit vöktu athygli en Akureyringurinn ungi Jón Kristinn Ţorgeirsson vann t.a.m. góđan sigur á íranska alţjóđlega meistaranum Dorsa Derakhshani. Hannes Hlífar Stefánsson átti slćman dag, víxlađi leikjum í betri stöđu gegn Sopiko Guramishvili og hrókur fór í hafiđ.

 

Sjöunda umferđ fer fram á morgun og hefst ađ ţessu sinni klukkan 17:00. Nokkrar athyglisverđar viđureignir verđa í bođi. Jón Kristinn fćr ađ reyna sig gegnum reyndum bandarískum stórmeistara, James Tarjan. Einnig verđur gaman ađ sjá ćskuna og ellina mćtast ţegar hinn ungi Praggnanandhaa mćtir gođsögninni Beliavsky.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


Grandelius og Kakulidis sigurvegarar á Pub Quiz

PubQWinnersSćnska pariđ Nils Grandelius og Ellen Kakulidis unnu sigur á Pub Quizinu árlega sem fram fór á Hótel Plaza í gćr.  Alls mćttu rúmlega 40 keppendur til leiks og stemmningin var góđ.

Nils og Ellen svöruđu rétt 25 spurningum af 30. Mjótt var ţó á munum og stutt í nćstu liđ en tvö liđ voru međ 24 rétt svör og mörg ţar stutt á eftir.

Spurningar voru af ýmsum toga og var m.a. spurt um nýlokiđ Heimsmeistaraenvígi, ýmsar sögulegar stöđur, árangur á nýliđnu Ólympíuskákmóti og menn beđnir um ađ bera kennsl á skákmenn af myndum svo eitthvađ sé nefnt.

 

Spurningarnar eru í viđhengi en ţrjár spurningar voru vídeó spurningar. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla - stórviđburđur á Barnamenningarhátíđ

_abh6951 (1)

Rétt ţegar Reykjavík Open er lokiđ ţá verđur blásiđ til nćsta "stórmóts", Sumarskákmóts Fjölnis á Barnamenningarhátíđ Reykjavíkurborgar 2017. Sumarskákmótiđ fer fram í hátíđarsal Rimaskóla laugardaginn 29. apríl og hefst kl. 11:00. Öllum áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í glćsilegu móti. Rótarýklúbbur Grafrvogs gefur eignarbikara og ađ vanda er fjöldi verđlauna (20) og happadrćttisvinninga (5) í bođi, allir mjög eftirsóknarverđir - bíómiđar, pítsur og húfur frá 66°N. 

Ţátttaka ókeypis en veitingar seldar í skákhléi á 250 kr, Prins póló og gos, safi eđa kaffi. Heitt á könnunni fyrir foreldra sem eru ađ vanda velkomnir ađ fylgjast međ skemmtilegu skákmóti. Skráning á stađnum og ţví gott fyrir keppendur ađ mćta 10 - 15 mínútum fyrir mót. Skákstjórar eru ţeir Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson. Fögnum sumrinu viđ skákborđiđ og mćtum nćsta laugardag, 29. apríl í Rimaskóla. Skák er skemmtileg. 


Dagskrá dagsins: Spenna umferđ - Jón L. međ skákskýringar og fótbolti í kvöld

18055958_959090224194488_7191224088423036166_o

Sjötta umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst í dag í kl. 15.  Níu skákmenn eru á toppnum međ 4˝ vinning. Bragi Ţorfinnsson er efstur íslensku keppendanna međ 4 vinninga. Skákskýringar Jóns L. Árnasonar hefjast kl. 17 og bođiđ er upp á fóbolta í kvöld sem hefst kl. 22:00 í Fífunni.

Spennandi viđureignir á efstu borđunum eins og sjá má.

Clipboard02

 

 

 

 

Bragi Ţorfinnsson (2457) er efstur íslensku keppendanna međ 4 vinninga. Hann fćr krefjandi ađ tefla viđ Konstantin Landa (2611). 

Sjö íslenskir skákmenn hafa 3˝ vinning. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) teflir viđ hina georísku Sopioko Goramsishvili (2323), Jóhann Hjartarson (2536) viđ Indverjann Aradhya Garg (2315), Vignir Vatnar Stefánsson (2341) viđ skákdrottninguna Hariku Dronvalli (2521). Halldór Grétar Einarsson (2257) er fastur í undversku undrabörnunum en hann mćtir hinum 11 ára Praggaandandhaa (2447) sem talinn er möguleika á ađ verđa yngsti stórmeistari skáksögunnar. Björn Ţorfinnsson (2413) og Guđmundur Kjartansson (2468) mćtast og Ţröstur Ţórhallsson (2413) teflir viđ Frank Buchenau (2275).

Skákskýringar Jóns L. Árnasonar hefjast kl. 17. 

Fótbolti verđur í Fífunni sem á ţví hafa áhuga. Hćgt er ađ skrá sig til leiks á heimasíđu GAMMA Reykjavíkurskákmótsins

 

 

 

 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.4.): 1878
 • Sl. sólarhring: 2178
 • Sl. viku: 15276
 • Frá upphafi: 8161290

Annađ

 • Innlit í dag: 1142
 • Innlit sl. viku: 9098
 • Gestir í dag: 754
 • IP-tölur í dag: 654

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband