Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2017

Jóhann vann í gćr - hálfum vinningi á eftir efstu mönnum

2017-07-23 17.02.49

Jóhann Hjartarson (2541) vann sćnska FIDE-meistarann Milton Pantzar (2313) í sjöttu umferđ Xtracon-mótsins í gćr. Jóhann hefur 5 vinninga og er í 8.-24. sćti - ađeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Jóhann mćtir sem fyrr FIDE-meistara ţví í dag teflir hann viđ hinn enska Matthew Wadsworth (2298). 

Hilmir Freyr Heimisson (2215), Magnús Magnússon (2005) og Baldur Teodor Petersson unnu allir í gćr og hafa 3,5 vinninga. Hörđur Garđarsson (1710) hefur 1,5 vinninga. 

Alls taka 433 skákmenn frá 34 löndum ţátt í mótinu. Ţar á međal eru 24 stórmeistarar. Jóhann er nr. 19 í stigaröđ keppenda.


Jóhann međ jafntefli í gćr

2017-07-23 17.03.15

Jóhann Hjartarsson (2541) gerđi jafntefli viđ danska FIDE-meistarann Jonas Bjerre (2330) í fimmtu umferđ Xtracon-mótsins í gćr. Jóhann hefur 4 vinninga og er í 17.-52. sćti. Í dag teflir Jóhann viđ einn enn FIDE-meistarann ađ ţessu sinni hinn sćnska Milton Pantzar (2313).

Efstir á mótinu međ fullt hús eru stórmeistararnir Marin Bosiocic (2616), Króatíu, og hinn norski Frode Urkedal (2543) sem pakkađi Ivan Sokolov (2626) saman í gćr í 19 leikjum. Sjá hér. Vert er einnig ađ benda á glćsilega drottningarfórn Baadur Jobava frá í gćr. 

Baldur Teodor Petersson (2086) gerđi jafntefli, Hilmir Freyr Heimisson (2215), Magnús Magnússon (2015) og Hörđur Garđarsson (1710) töpuđu. Baldur, Hilmir og Magnús hafa allir 2˝ vinning.

Alls taka 433 skákmenn frá 34 löndum ţátt í mótinu. Ţar á međal eru 24 stórmeistarar. Jóhann er nr. 19 í stigaröđ keppenda.


Hannes međ jafntefli í gćr

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2530) gerđi jafntefli viđ suđur-afríska alţjóđlega meistarann Daniel Cawdery (2426) í sjöttu umferđ opna tékkneska mótsins í gćr. Hannes hefur 4,5 vinninga og er í 10.-36. sćti. 

Í sjöundu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Hannes viđ ţýska alţjóđlega meistarann Christopher Noe (2451). 

Íslandsvinurinn Abhijeet Gupta (2625) er efstur međ 5,5 vinninga. 

Sigurđur Ingason (1870) sem teflir í b-flokki hefur 2 vinninga. 

207 skákmenn frá 38 löndum tefla í efsta flokki mótsins og ţar af 46 stórmeistarar. Hannes er nr. 20 í stigaröđ keppenda.


Mótaáćtlun TR starfsáriđ 2017-2018

Mótaáćtlun Taflfélags Reykjavíkur fyrir starfsáriđ 2017-2018 liggur nú fyrir og geta áhugasamir nálgast hana á heimasíđu félagsins.

Ţađ reyndist ţrautin ţyngri ađ koma öllum taflmótum TR fyrir á starfsárinu sem senn hefst, enda umsvif félagsins mikil. Ţá er óvenju mikiđ annríki á haustmánuđum hjá íslenskum skákmönnum, bćđi innanlands sem utan.

TR stendur fyrir 30 formlegum skákmótum nćsta vetur og eru ţá ótalin öll ćfingamótin sem haldin eru reglulega sem liđur í skákćfingum félagsins. Starfsáriđ hefst međ Borgarskákmótinu mánudaginn 14.ágúst og sunnudaginn ţar á eftir, ţann 20.ágúst, verđur sest ađ tafli í Árbćjarsafninu. Í kjölfariđ rekur hver viđburđurinn annan fram á vor.

Öll helstu skákmót TR eru á sínum stađ í dagskránni. Haustmótiđ hefst 6.september og Skákţing Reykjavíkur hefst 14.janúar. Fyrsta Bikarsyrpan er óvenju snemma ađ ţessu sinni eđa 25.-27.ágúst. U2000 mótiđ hefst 11.október og Öđlingamótiđ hefst 21.mars. Ţá verđur nýjasta mótaafurđ félagsins, Meistaramót Truxva, á sínum stađ á annan í hvítasunnu.

Eitt er víst, skákáhugamenn ćttu ekki ađ vera í vandrćđum međ ađ finna skákmót viđ sitt hćfi á nćsta starfsári.

Mótaáćtlun TR 2017-2018

Mótadagatal TR 2017-2018

Sjá nánar á heimasíđu TR.


Radek Wojtaszek sigurvegari Dortmund-mótsins

radek-alina-2011

Pólverjinn Radek Wojtaszek (2736) stal senunni á ofurskákmótinu í Dortmund sem lauk í gćr. Pólverjinn vann Ţjóđverjann Liviu-Dieter Nisipeanu (2683) í lokaumferđinni. Rússinn Vladimir Fedoseev (2726) og Frakkinn Maxime Vachier-Legrave (2791) urđu jafnir í 2.-3. sćti. Vladimir Kramnik (2812) vann loka í lokaumferđinni og lyfti sér af botninum alla leiđina uppí fjórđa sćti.

Ítarlega úttekt um mótiđ má finna á Chess24.

 


Jóhann međ jafntelfi í gćr

2017-07-23 17.03.15

 

Jóhann Hjartarsson (2541) var afar nćrri ţví ađ leggja Norđmanninn Mads Vestby-Ellingsen (2175) ađ velli í gćr í fjórđu umferđ Xtracon-mótsins í Helsingör. Sá norski reyndist sleipur í vörninni og hélt jafntefli. Jóhann hefur 3˝ vinning og er í 8.-38. sćti. Í fimmtu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Jóhann viđ danska FIDE-meistarann Jonas Bjerre (2330).

Hilmir Freyr Heimisson (2215) tapađi fyrir bandaríska stórmeistaranum Alexander Shabalov (2549), Magnús Magnússon (2005) vann en Baldur Teodor Petersson (2086) og Hörđur Garđarsson (1710) töpuđu.

Alls taka 433 skákmenn frá 34 löndum ţátt í mótinu. Ţar á međal eru 24 stórmeistarar. Jóhann er nr. 19 í stigaröđ keppenda.


Hannes međ laglegan sigur á stórmeistara

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2530) vann slóvakíska stórmeistarann Mikulas Manik (2407) á laglegan í fjórđu umferđ opna tékkneska mótsins (Czech Open) sem fram fór í gćr. Skákina má nálgast hér. Hannes hefur byrjađ vel og hefur hlotiđ 3˝ vinning og er í 2.-27. sćti.

Fimmta umferđ fer fram í dag og ţá teflir Hannes viđ pólska alţjóđlega meistarann Kacper Drozdowski (2461).

Íslandsvinurinn Abhijeet Gupta (2625) er sá eini sem hefur fullt hús.

602 skákmenn frá 42 löndum tefla í efsta flokki mótsins og ţar af 46 stórmeistarar. Hannes er nr. 20 í stigaröđ keppenda.


Sumarmótiđ viđ Selvatn á fimmtudaginn kemur

Selvatn3

SKÁKDEILD KR efnir til  sinnar árlegu skákhátíđar og SUMARSKÁKMÓTS viđ Selvatn, fimmtudaginn 27. júlí nk. Mótiđ sem nú er haldiđ í 11. sinn verđur ađ venju međ sérstöku viđhafnarsniđi og mikiđ um dýrđir. Hátíđarkvöldverđur frá Eldhúsi Sćlkerans  verđur reiddur fram undir beru lofti, kaffi, svaladrykkir og kruđerí í bođi á međan á móti stendur.

Mótiđ sem er öllum opiđ hefst kl. 16.30 og stendur fram eftir kvöldi. Ţátttaka takmarkast ţó viđ ađ hámarki 40  keppendur.  Tefldar verđa 11 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Góđ verđlaun og viđurkenningar fyrir efstu menn og fleiri. Ţátttökugjald kr. 10.000. Sértilbođ til skákkvenna – tvćr fyrir eina.  

ENN ERU NOKKUR SĆTI LAUS.  Ţeir sem hafa hug á ađ vera međ tilkynni ţátttöku sína sem allra fyrst međ smáskilabođum í síma  893-0010 (GRK) eđa 690-2000 (ESE). Ţátttökugjaldiđ greiđist inn á reikning 115-26-47077, kt. 470776-0139 eđa međ reiđufé á mótsstađ.

 


Jóhann međ fullt hús eftir ţrjár umferđir í Helsingör

2017-07-23 17.03.15

Jóhann Hjartarson (2541) er međal 33 skákmanna međ fullt hús eftir 3 umferđ á Xtracon-mótinu(áđur Politiken Cup) sem hófst í fyrradaga í  Helsingör í Danaveldi. Í gćr fór fram tvćr umferđir. Jóhann vann í gćr FIDE-meistarana Oivind Johhansen (2108), Noregi, og Mikkel Manosri Jacobsen (2247), Danmörku. Í dag teflir Jóhann viđ Norđmanninn Mads Vestby-Ellingsen (2175). 

2017-07-23 17.07.59

Fjórir ađrir íslenskir skákmenn taka ţátt. Ţađ eru ţeir Hilmir Freyr Heimisson (2215), sem hefur 2,5 vinninga, hinn hálfíslenski Baldur Teodor Petersson (2086) sem hefur 2 vinninga, Magnús Magnússon (2005), sem hefur 1,5 vinninga og Hörđur Garđarsson (1710) sem hefur 1 vinning. Hilmir teflir í dag viđ bandaríska stórmeistarann Alexander Shabalov (2549).

2017-07-23 17.12.54

Ritstjóri Skák.is kíkti á skákstađ í Helsingör í gćr og er ţađ í fyrsta skipti sem hann gerir ţađ. Teflt er í ráđstefnuhöll rétt fyrir utan viđ bćinn sem er í um 30-40 mínútna fjarlćgđ frá Kaupamannahöfn. Ađstćđur á skákstađ eru góđar og ţađ sem gerir ţćr enn skemmtilegri er ađ öll skákhöllin snýst um skák. Teflt í öllum hornum. Ţađ neikvćđa viđ skákstađinn er ađ teflt er í mörgum rýmum sem er hálfgert völundarhús. Ţađ tók ritstjóra töluverđan tíma til ađ finna alla íslensku keppendurna. Góđar ađstćđur eru á skákstađ. Gott mötuneyti er til stađar sem býđur uppá hlađborđ. Sérstakar svefnálmur eru í húsinu. Hćgt er ađ kaupa ţar allan pakkann. Ţeir erlendu bođsbestir sem ég talađi viđ sem og Jóhann Hjartarson eru ánćgđir međ ađstćđur.

Ritstjóri hitti ţarna gamla kunningja eins og Ivan Sokolov og Baadur Jobava sem var báđir hinir kátustu. 

2017-07-23 17.05.27

Ţessi stutta heimasókn segir mér ađ ţetta mót er mjög áhugavert. Ađstćđur eru eđalfínar. Mótiđ er fjölmenn međ um 430 keppendur á međan GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hefur um 260 keppendur. Ţađ tekur ţví mjög langan tíma fyrir sterkustu keppendurnir ađ mćtast - töluvert lengri en á Reykjavíkurskákmótinu.

2017-07-23 17.10.27

 

 

Munurinn á fjölda keppenda liggur mest í Norđmönnum (116), Svíum (53) og Ţjóđverjum (31). Auk ţess eru Danirnir eru 149 á međan Íslendingar eru um 100 á Reykjavíkurmótinu. Keppendur frá ţessum löndum geta jafnvel keyrt á skákstađ. Á móti kemur Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Indverjar eru fjölmennari á Reykjavíkurskákmótinu.

2017-07-23 17.42.20

Danirnir hafa ţađ jafnframt fram yfir okkur ađ geta bođiđ "heildarpakka", ţ.e. mat og gistingu á föstu verđi. Mögulega verđur ţađ hćgt á Reykjavíkurskákmótinu ţegar um hćgist á hótelmarkađi. 

Ţađ er Reykjavíkurskákmótiđ hefur hins vegar fram yfir er ţađ ađ allir keppendur tefla í einni keppnishöll sem auk ţess er frábćr. Ţađ er líka mikill kostur viđ Reykjavíkurskákmótiđ ađ mótiđ fer fram í miđbć Reykjavíkur. Auk ţess hefur okkur Íslendingum tekist í gegnum tíđina ađ bjóđa uppá töluvert áhugaveđri keppendur en Danirnir. Mótiđ okkar hefur meira ađdráttarafl međal toppskákmanna en ţeirra mót - á međan ţeirra mót dregur ađ sér fleiri áhugamenn.


Hannes međ jafntefli í gćr

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2530) gerđi jafntefli viđ Ungverjann Florian Kaczur (2430) í 3. umferđ opna tékkneska mótsisn (Czech Open) í gćr. Hannes hefur 2,5 vinninga. Í fjórđu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Hannes viđ slóvakíska stórmeistarann Mikulas Manik (2407). Sigurđur Ingason (1870), sem teflir í b-flokki, tapađi og hefur 1 vinning.

602 skákmenn frá 42 löndum tefla í efsta flokki mótsins og ţar af 46 stórmeistarar. Hannes er nr. 20 í stigaröđ keppenda.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.7.): 544
 • Sl. sólarhring: 928
 • Sl. viku: 6763
 • Frá upphafi: 8256912

Annađ

 • Innlit í dag: 362
 • Innlit sl. viku: 4026
 • Gestir í dag: 253
 • IP-tölur í dag: 231

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband