Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Hjörvar Steinn sigrađi á Stórmóti Árbćjarsafns og TR

20170820_161341-1024x576

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson kom, sá og sigrađi á Stórmóti Árbćjarsafns og TR sem fram fór í gćr, sunnudag. Teflt var í blíđskaparveđri í fallegu umhverfi Árbćjarsafns, nánar tiltekiđ Kornhúsinu, sem byggt var á Vopnafirđi um 1820 og gegndi m.a. hlutverki verslunarhúsnćđis og ţá bjó ţar Kristján Jónsson Fjallaskáld síđasta ćviár sitt. Tefldar voru átta umferđir og lagđi hinn öflugi stórmeistari, sem er á međal sterkustu hrađskákmanna heims, alla sína andstćđinga og kom ţví efstur í mark, 1,5 vinningi á undan hinum unga Fide-meistara, Vigni Vatnari Stefánssyni, sem varđ annar međ 6,5 vinning. Jafnir í 3.-4. sćti međ 6 vinninga urđu Fide-meistararnir Tómas Björnsson og Dagur Ragnarsson ţar sem Tómas var sjónarmun á undan á mótsstigum.

Mótahald fór vel fram og var keppendalistinn vel skipađur 30 keppendum á öllum aldri og breiđu styrkleikabili. Yngsta kynslóđin setti svip sinn á mótiđ og er greinilegt ađ ţar er ađ koma upp fjöldinn allur af grjóthörđum hrađskákmönnum eftir mikla taflmennsku undanfarin misseri. Vertar Árbćjarsafns sáu til ţess ađ enginn viđstaddra fór svangur eđa ţyrstur heim og kann TR ţeim hinar bestu ţakkir fyrir. Viđ ţökkum keppendum fyrir ţátttökuna og erum strax farin ađ hlakka til Stórmóts nćsta árs!

Nánar á heimasíđu TR.


Haustmót TR hefst 6. september

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miđvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótiđ, sem er hiđ 84. í röđinni, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt, öllum opiđ og verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa ţrjár umferđir á viku og eru alls níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi. Í lokuđu flokkunum er keppendum rađađ eftir Elo-skákstigum (september listi).

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur ţriđjudaginn 5. september kl. 22.

Lokaumferđ fer fram sunnudaginn 24. september en mótinu lýkur formlega međ verđlaunaafhendingu miđvikudaginn 27. september ţegar Hrađskákmót TR fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Vignir Vatnar Stefánsson.

Dagskrá:

1. umferđ: Miđvikudag 6. september kl. 19.30
2. umferđ: Föstudag 8. september kl. 19.30
3. umferđ: Sunnudag 10. september kl. 13:00
4. umferđ: Miđvikudag 13. september kl.19.30
5. umferđ: Föstudag 15. september kl. 19.30
6. umferđ: Sunnudag 17. september kl. 13.00
7. umferđ: Miđvikudag 20. september kl. 19.30
8. umferđ: Föstudag 22. september kl. 19.30
9. umferđ: Sunnudag 24. september kl. 13.00

Í opna flokknum eru leyfđar tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 30 mínútum eftir upphaf umferđar.

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018
Stigaverđlaun 5.000kr skákbókainneign: stigalausir, U1200, U1400

Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Verđi keppendur í A-flokki jafnir ađ vinningum í efstu sćtum verđur verđlaunafé skipt eftir Hort-kerfi. Lokaröđ keppenda í öllum flokkum ákvarđast af mótsstigum (tiebreaks).

Röđ mótsstiga (tiebreaks):

Lokađir flokkar: 1. Innbyrđis viđureign 2. Sonneborn-Berger 3. Fjöldi sigra
Opinn flokkur: 1. Innbyrđis viđureign 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz

Tímamörk í lokuđum flokkum:
1 klst og 30 mín á fyrstu 40 leikina. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur. 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina.

Tímamörk í opnum flokki:
60 mín auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina (60+30). Enginn viđbótartími eftir 40 leiki.

Ţátttökugjöld (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts):
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 18 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 17 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Skráningu í opinn flokk lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. 6. september kl. 19.15. Skráningu í alla lokađa flokka lýkur ţriđjudaginn 5. september kl. 22.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Meistaramót Hugins hefst á miđvikudaginn

meistaramot_sudur_logo_stort (1)

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2017 hefst miđvikudaginn 23. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 2. október. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.- 6. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga. Skráning í mótiđ er á skak.is en einnig er hćgt ađ skrá sig međ ţví ađ hringja í skákstjóra s-866-0116 (Vigfús).

Mótiđ hefst á miđvikudegi en ađrir skákdagar eru á mánudögum nema lokaumferđin sem verđur áfimmtudegi. Ađ ţessu sinni verđur ađeins ein umferđ í hverri viku. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Ađalverđlaun:

 1. 50.000
 2. 40.000
 3. 30.000

Aukaverđlaun (miđađ er viđ alţjóđleg skákstig)

 • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
 • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
 • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
 • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
 • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
 • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá skákbókasölunni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

 • 1. umferđ, miđvikudaginn, 23. ágúst, kl. 19:30
 • 2. umferđ, mánudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
 • 3. umferđ, mánudaginn, 4. september, kl. 19:30
 • 4. umferđ, mánudaginn, 11. september, kl. 19:30
 • 5. umferđ, mánudaginn, 18. september, kl. 19:30
 • 6. umferđ, mánudaginn, 25. september, kl. 19:30
 • 7. umferđ, fimmtudagur, 5. október, kl. 19:30

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Ţorsteinn gerđi jafntefli viđ stórmeistara - endađi í 4.-8. sćti

20953388_10209564747706593_6823375670434714243_n

FM-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Alexei Gavrilov (2479) í níundu og síđustu umferđ EM öldunga sem fram fór í gćr. Ţorsteinn stóđ sig afar vel og hlaut 6 vinninga í 9 skákum og endađi í 4.-8. sćti. Var ađeins hálfum vinningi frá ţví ađ krćkja sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Hann hćkkar um 29 stig og rífur 2300 stiga múrinn.

Ţorsteinn stóg sig afar vel gegn stórmeisturunum. Gegn ţeim fékk hann 2,5 vinninga í fjórum skákum. Hefđi ţurft ađ standa sig betur í "skúnkaslátrunni" en gegn stigalćgri fékk Ţorsteinn 3,5 vinninga í 5 skákum. 

Gefum Ţorsteini orđiđ:

Evrópumeistari 65 ára og eldri varđ Svíinn og alţjóđlegi meistarinn Nils Gustaf Renman sem er gamall vinur minn frá Svíţjóđarárunum.

20914668_10209564746706568_7483044817540409552_n


Hann vann mótiđ međ 7,5 vinning í 9 umferđum. Myndin til vinstri er af Renman og mér. Bragi Halldórsson endađi međ 4,5 vinning í ţessum flokki sem ţýddi ađ hann var í miđjum hópi keppenda ţegar upp var stađiđ en ţeir voru 65 talsins. Bragi tefldi stórvel á köflum og ljóst er ađ hann á mikiđ inni.


Evrópumeistari 50 ára og eldri varđ Armeninn og stórmeistarinn Karen Movsziszian međ 7,5 vinning af 9.


Ég lenti í 4. – 8. sćti međ 6 vinninga en keppendur í ţessum flokki voru 55. Ég fór taplaus í gegnum mótiđ, tefldi viđ 4 stórmeistara og fékk 2,5 vinning gegn ţeim.

Myndin til efst upp er af Braga, mér og Movsziszian.

51 skákmađur tefldi í flokki Ţorsteins og ţar af voru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn var nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefldu í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi var nr. 24 í stigaröđ keppenda. 


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 21. ágúst nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.   Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa American Style eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.   Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins fer fram á morgun

20170731_143523

Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins verđur haldiđ í húsnćđi Geđhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verđa 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geđdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stađ. Engin skákmađur yfir 2000 skákstig mun tefla, ţannig ađ ţetta verđa bara áhuga skákmenn sem verđa ţarna í fararbroddi. Hörđur Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason munu svo tefla viđ ţau.

Teflt verđur međ klukku og er áćtlađ ađ skákmenn hafi 20 mín, en ţeir Hörđur og Hjálmar 30 mín. Verđlaun verđa veitt öllum sem keppa ţ.e. gullverđlaunapeningur sem á stendur "Fjöltefli á vegum Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins 2017". Ennfremur mun Vinaskákfélagiđ vera međ kaffi og kökur í samvinnu viđ Geđhjálp. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir.

Skráning er hjá Hörđur Jónasson Sími 777-4477 og Netfang: hordurj@simnet.is.


Bragi vann í gćr - Ţorsteinn međ jafntefli - fćr áfangaskák í dag

BragiH+ŢŢ

FIDE-meistarinn Ţorsteinnsson (2279), sem teflir í flokki 50+, gerđi jafntefli viđ enska skákmeistarann Neil Crickmore (2162) í áttundu og nćstsíđustu umferđ EM öldunga í gćr. Ţorsteinn er í toppbaráttunni en hann er í 3.-7. sćti međ 5,5 vinninga. Í níundu og síđustu umferđ sem fram fer í dag teflir Ţorsteinn viđ rússneska stórmeistarann Alexei Gavrilov (2479). Ţorsteinn ţarf ađ vinna skákina til ađ tryggja sér sinn fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. 

Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, vann í gćr Spánverjann Josep Garcia i Riera (1962) og hefur 4,5 vinninga. Í lokaumferđinni teflir hann viđ rússneska FIDE-meistarann Boris Furman (2202).

Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 13 eđa klukkutíma fyrr en venjulega.

51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda. 


Aronian öruggur sigurvegari St. Louis mótsins - Kasparov komst á skriđ

original

Levon Aronian (2809) sigrađi á at- og hrađskákmóti í St. Louis sem lauk í fyrradag. Hann hlaut 24,5 stig af 36 mögulegum. Karjkin (2773) tefldi best allra í hrađskákinni, hlaut 13,5 vinninga af 18 mögulegum og ţađ tryggđi honum annađ sćtiđ ásamt Nakamura (2792) í heildarkeppninni. Garry Kaspaorv náđi sér loks á strik lokadaginn. Fékk 50% vinningshlutfall í hrađskákhlutanum og endađi fyrir ofan Anand og Davara í heildarkeppninni.

 

no-more-lo

Ţrettđandi heimsmeistarinn tísti degi eftir lokadaginn


Lokastađan

final-standings 

 

Garry Kasparov er engum líkur og benti á ađ hefđi hann ekki klúđrađ atskákinni gegn Navara hefđi hann lent í fimmta sćti!

Nánar má lesa um gćrdaginn á Chess24.

Myndir: Lennart Ootes (af Chess24).


Stórmót Árbćjarsafns og TR fer fram í dag

Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst.

Ţetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orđinn fastur viđburđur í skákdagatalinu.

Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa 8 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2).

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjald er 1500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri en 18 ára og er ţátttökugjald jafnframt ađgangseyrir í  safniđ. Ţeir sem fá ókeypis ađgang í safniđ, t.d. eldri borgarar og öryrkjar, borga ekkert ţátttökugjald.

Ţátttökugjald er greitt viđ inngang Árbćjarsafns.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra (Fide) hrađskákstiga. Skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér ađ neđan.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Skákţáttur Morgunblađsins: Karlavígin falla

Judit Polgar tilkynnti í miđju ólympíumóti í Noregi áriđ 2014 ađ hún vćri hćtt taflmennsku og ţađ var mikill sjónarsviptir ađ brotthvarfi hennar og ekki sjá ađ stöllur hennar myndu fylla skarđiđ sem hún skildi eftir. Hún hafđi ađ vísu lent í smá hremmingum í viđureign gegn hinni kínversku Hou Yifan á opna mótinu í Gíbraltar áriđ 2012 en ein skák til eđa frá gat aldrei breytt neinu í hinni mögnuđu afrekasögu.


Í lok síđasta mánađar tókst Hou Yifan ţađ sem Judit Polgar gerđi nokkrum sinnum, ađ vinna mót skipađ nokkrum af fremstu skákmönnum heims og má fullyrđa ađ arftaki ungversku skákdrottningarinnar sé fundinn.

Ţetta var í efsta flokki hinnar árlegu skákhátíđar í Biel í Sviss en ţar tefldu 10 skákmenn og urđu úrslit ţessi: 1. Hou Yifan 6˝ v. (af 9) 2. Bacrot 6 v. 3. Harikrishna 5˝ v. 4.-7. Ponomariov, Leko, Georgiadis og Morozevich 5 v. 8. Navara 4 v. 9. Vaganian 3 v. 10. Studer 1 v.

Gott auga fyrir taktískum vendingum er ađalsmerki Hou Yifan og kom ţađ ágćtlega fram í skák hennar viđ Armenann Vaganjan, sem lítiđ hefur sést til undanfarin ár. Vaganjan virtist reka sig á ţađ sem stundum gerist međal skákmanna sem fćddir eru upp úr miđri síđustu öld ađ ţekking á byrjunum sem dugđi ágćtlega í eina tíđ virkar fremur bitlaus í dag :

Biel 2017; 8. umferđ:

Rafael Vaganjan – Hou Yifan

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. 0-0 d5 6. b3 Bd6 7. Bb2

0-0 8. Re5 c5 9. De2 Rc6 10. a3 Hc8 11. Rd2

Svona tefldi Artur Jusupov í gamla daga. Uppskipti á e5 myndu alltaf styrkja stöđu hvíts en Hou Yifan leyfir honum ađ standa ţar. )

11. ... Re7 12. Had1 Dc7 13. c4 Re4 14. cxd5 Rxd2 15. Hxd2 Bxd5 16. Dh5 f5 17. Rc4 cxd4 18. Bxd4 Rg6 19. Rxd6

(Menn hvíts standa dálítiđ klaufalega einkum ţó hrókurinn á d2. En ţessi uppskipti bćta ekki stöđuna.

19. ... Dxd6 20. b4

GCB11KLVG20. ... Bxg2!

Skemmtilegur hnykkur sem byggir á valdleysi hróksins á d2.

21. Kxg2 Dxd4 22. Dxg6

Eftir 22. exd4 Rf4+ og 23. ... Rxh5 er svartur peđi yfir međ tiltölulega létt unniđ tafl.

22. ... Dd5+ 23. e4 fxe4 24. Dxe4 Dg5+

Og hrókurinn fellur. Eftirleikurinn er auđveldur ţar sem engin hćtta steđjar ađ svarta kónginum.

25. Kh1 Dxd2 26. Dxh7+ Kf7 27. Dg6+ Ke7+ 28. Dxg7+ Hf7 29. Dd4 Df4 30. Dxf4 Hxf4 31. f3 Hd4 32. Be4 Hd2 33. Hg1 Hc3

– og Vaganian gafst upp. 

Anand, Aronjan og Vachier-Lagrave efstir í St. Louis

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er enn međ í baráttunni um efsta sćtiđ á Sinquefield-mótinu í St. Louis ţrátt fyrir slysalegt tap úr vćnlegri stöđu gegn Frakkanum Vachier-Lagrave í 4. umferđ. Á ţađ hefur veriđ bent ađ hann hefur ekki unniđ mót međ venjulegum umhugsunartíma eftir titilvörn sína í New York í fyrra. Honum hefur hins vegar gengiđ alveg glimrandi vel í hrađskák- og atskákmótum. Athygli vekur ađ Indverjinn Anand er efstur ásamt Frakkanum og Aronjan en stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir: 1.-3. Anand, Aronjan og Vachier Lagrave 4˝ v. (af 7) 4. Magnús Carlsen 4 v. 5.-6. Karjakin og Caruana 3˝ v. 7. Svidler 3 v. 8.-10. Nakamura, So og Nepomniachtchi 2˝ v.

Á mánudaginn hefst á ţessum sama stađ mót, hluti af Grand chess tour , ţar sem tefldar eru at-skákir og hrađskákir. Garrí Kasparov verđur međal keppenda.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.8.): 40
 • Sl. sólarhring: 1041
 • Sl. viku: 7749
 • Frá upphafi: 8284614

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 4450
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband