Leita í fréttum mbl.is

Stefnir í sterkasta Norđurlandamót öldunga í skák sem fram hefur fariđ

Friđrik ÓlafssonMótiđ haldiđ hér á landi í fyrsta sinn í haust • Búist er viđ metţátttöku

Sjöunda Norđurlandamót öldunga í skák verđur haldiđ í fyrsta skiptiđ á Íslandi í september nćstkomandi. Stórmeistarinn Friđrik Ólafsson hefur skráđ sig til leiks ásamt fleiri stórmeisturum í skák eins og Yrjo Rantanen og Heikki Westerinen. Nú ţegar hafa 33 skákmenn [45 ţann 22. júlí] skráđ sig til leiks og bendir allt til ţess ađ met verđi slegiđ sem sett var í Fredrikstad áriđ 2001, er 46 skákmenn tóku ţátt.

Fyrsta Norđurlandamót öldunga var haldiđ í Karlstad í Svíţjóđ áriđ 1999 en síđan hefur mótiđ veriđ haldiđ annađ hvert ár. Íslendingar hafa aldrei fjölmennt á mótin og hafa mest 1-2 keppendur frá Íslandi tekiđ ţátt ađ sögn Gunnars Björnssonar, formanns Skáksambands Íslands. „Ţađ hefur orđiđ kippur í öldungastarfi í skák á Íslandi og ţađ eru nokkur virk félög öldunga í skák, bćđi í Reykjavík og Hafnarfirđi, en hlutfalliđ er mjög óhagstćtt konum ţar sem ađeins karlmenn hafa skráđ sig í mótiđ sem haldiđ verđur eftir um tvo mánuđi," segir Gunnar.

Friđrik ađ öllum líkindum stigahćstur

„Ţađ eru óvenjulega sterkir skákmenn sem ćtla ađ taka ţátt núna og miklu fleiri góđir en oft hefur veriđ," segir Gunnar. „Íslendingar hafa hingađ til ekki komist í efstu röđ á ţessum Norđurlandamótum. Ţetta er kjöriđ tćkifćri fyrir menn ađ tefla viđ kollega sína frá Norđurlöndunum," segir Gunnar.

„Ég skráđi mig en ţađ er spurning hvort tíminn passi, ég geri samt ráđ fyrir ţví," segir Friđrik Ólafsson, stórmeistari í skák, 76 ára ađ aldri. Hann segist hafa skráđ sig ţví skorađ hafi veriđ á hann og einnig vegna ţess ađ ţetta er í fyrsta skiptiđ sem mótiđ er haldiđ á Íslandi og ţví meiri möguleikar ađ hann geti veriđ međ. „Ég virđist vera stigahćstur af ţessum ţátttakendum," segir Friđrik.

Friđrik hefur undanfarin ár sinnt áhugamálum sínum, eins og ferđalögum, tónlist, gönguferđum og fleira. Hefur hann ferđast mikiđ međ skemmtiferđaskipum sem hann telur vera mjög ţćgilegan ferđamáta. Einnig hefur hann unniđ ađ ţví ađ skrásetja 50 ára skákferil sinn og býst viđ ađ gefa verkiđ út ţegar ţví hefur veriđ lokiđ. „Já, ég er spenntur fyrir ađ taka ţátt, ţađ er alltaf gaman ađ tefla ţó mađur sé nú orđinn frekar latur viđ ţađ en ég hef ađeins fylgst međ. Mađur ţarf mikinn kraft í ađ tefla, eldmóđ og einbeitni. Mađur er nú ekki lengur tvítugur," segir Friđrik en hann hefur lítiđ teflt á undarförnum árum. „Ég reikna međ ţví ađ ég rifji ađeins upp mannganginn og skođi ţađ sem hefur veriđ ađ gerast til ađ ţjálfa upp hugsunina, ţađ er ákveđinn rútína ađ koma heilafrumunum í gang. Mađur gleymir ţví nú aldrei sem gert hefur veriđ sćmilega," segir Friđrik ađ endingu.

Ofangreind grein birtist í Morgunblađinu 15. júlí sl. og er hér birt međ leyfi ţess og blađamanns (María Elísabet Pallé).

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.12.): 76
 • Sl. sólarhring: 929
 • Sl. viku: 6176
 • Frá upphafi: 8418822

Annađ

 • Innlit í dag: 49
 • Innlit sl. viku: 3579
 • Gestir í dag: 48
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband