Leita í fréttum mbl.is

Sjö íslenskir verđlaunahafar!

Veronika međ verđlaun

Ţađ gekk sérlega vel hjá íslensku sendinefndinni í Portu Mannu í Sardiníu en mótinu lauk í gćr. Alls hömpuđu sjö Íslendingar verđlaunum! 

Jóhann

Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson urđu efstir Íslendinganna í 4.-14. sćti međ 6 vinninga. Jóhann varđ hćstur ţeirra eftir stigaútreikning og hlaut 6. sćtiđ.

Gunnar međ verđlaun

Áskell Örn Kárason, Veronika og yđar einlćgur urđu í 15.-28. sćti međ 5,5 vinning. Ég varđ efstur í flokki skákmanna međ minna en 2100 skákstig og Veronika önnur. Veronika varđ svo efst í u1800 flokknum.

Ţorsteinn međ verđlaun

Ţorsteinn Magnússon varđ annar í u1500 flokknum og Heimir Páll Ragnarsson varđ annar í unglingaflokki.

Heimir međ verđlaun

Íslendingar fengu tvö af ţremur verđlaunum í flokki skákmanna 60 ára og eldri. Áskell varđ ţriđji og Friđrik annar. Ţýski stórmeistarinn Lothar Vogt tók gulliđ sjónarmun á undan Friđriki eftir stigaútreiknng.

Friđrik međ verđlaunin

Yuri Garret, ađalskipuleggjandi mótsins, ţakkađi íslensku sendisveitinni sérstaklega fyrir komuna og nefndi hversu ánćgjulegt ţađ hefđi veriđ ađ fá ţessar ţrjár gođsagnir í mótiđ. Fékk hann Friđrik upp til ađ afhenda sérstök afreksverđlaun fyrir tvo unga Ítali. Friđik hélt stutta tölu og ţakkađi Yuri fyrir frábćrt mótshald. 

Áskell međ verđlaun

Íslendingar almennt mokuđu inn stigum. Í fljótu bragđi sýnist mér allir nema titilhafarnir hćkka á stigum. Engin ţó meira en Veronika og Heimir sem tóku inn 121 og 120 skákstig!

Friđrik afhendir afreksverđlaun

Konstantin Landa sigrađi á mótinu. Varđ efstur ásamt Sabino Brunello en vann mótiđ á stigum.

Landa

Leikur mótsins

Áskell Örn Kárason átti án efa einn allra merkilegasta leik mótsins. Í nćstsíđustu umferđin lék hann 38...Ba6+ sem vann skákina ţegar í stađ. Ţegar Áskell kom heim uppgötvađi hann ađ á a6 hefđi átt ađ vera svart peđ sem ađ einhverjum ástćđum hafđi fćrst til á a7! Leikurinn var ţví kolólöglegur! Ţađ breytti ţví ţó ekki ađ stađa Áskels var kolunnin.

Ég sjálfur

Ég sjálfur tók ţátt í mótinu eins og í fyrra. Mér gekk mun betur nú en ţá og tek inn 30 stig fyrir frammistöđuna. Ég hef ađ ég held aldrei haft jafn gaman ađ ţví tefla og nú.

Ég undirbjó mig fyrir hverja einustu skák (nema fyrir fyrstu umferđ), sem ég hef lítt sinnt í gegnum tíđina, og ávallt nema einu sinni nýttist undirbúningurinn á einhvern hátt. Síđustu skákina gegn David Spence (2248) vann ég á eldhúsborđinu (frekar borđinu á veröndinni). Fórnađi drottningu međ svörtu í áttunda leik og vann skákina í 26 leikjum.

Allar mínar skákir voru tefldar í botn nema eitt stutt jafntefli á tvöfalda deginum.  

Ađstćđur

Allar ađstćđur á skákstađ voru til fyrirmyndar. Flott skáksett, dúkuđ borđ, vatnsvél, loftrćsting og góđir skákstjórar.  Allt gert til ađ skákmönnunum liđi vel.

Eina sem mér fannst mega gera betur var ađ birta pörun fyrr. Ítalirnir klárađu umferđina og fóru svo ađ borđa. Ađ ţví loknu var parađ! Íslendingar myndu para fyrst og borđa svo!

Yuri og Franseska

Yuri Garret og hans liđ stóđ sig frábćrlega

Ađ loknu

Íslendingarnir voru gríđarlega ánćgđir međ mótiđ og allir skemmtu sér vel. Krakkarnir höfđu gríđarlega gaman ađ ţví ađ hafa gođsagnirnar ţrjár međ. Ţeir sinntu krökkunum vel og fóru stundum yfir skákirnar međ ţeim.

Óhćtt er ađ mćla međ ţessu móti fyrir íslenska skákmenn. Einkar fjölskylduvćnar ađstćđur til stađar.

Ég og mitt fólk stefnir ótrautt á ţátttöku ađ ári!

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.12.): 44
 • Sl. sólarhring: 106
 • Sl. viku: 757
 • Frá upphafi: 8660964

Annađ

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 387
 • Gestir í dag: 19
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband