Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Lenka Íslandsmeistari kvenna – Jóhann byrjar á morgun í Tiblisi

GB611NFC8Lenka Ptacnikova er Íslandsmeistari kvenna í níunda sinn en eftir keppni níu skákkvenna sem tefldu fimm umferđir eftir svissneska kerfinu vann Lenka allar skákir sínar og ber nú tvo titla međ miklum sóma, Íslandsmeistari og Norđurlandameistari kvenna. Ţađ hefur einu sinni gerst áđur ţegar Sigurlaug Friđţjófsdóttir vann báđa titlana áriđ 1981. Sigurlaug var međal keppenda ađ ţessu sinni ásamt átta öđrum, ţar af stöllu sinni og margföldum Íslands- og Norđurlandameistara kvenna, Guđlaugu Ţorsteinsdóttur. Tvćr kornungar stúlkur stigu sín fyrstu skref á ţessum vettvangi og eiga án efa eftir ađ láta mikiđ kveđa ađ sér á nćstu árum ţćr Freyja Birkisdóttir og Haile Batel Goitom. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. Lenka Ptacnikova 5 v.(af 5) 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 4 v. 3.-4. Guđlaug Ţorsteinsdóttir og Lisseth Mendez Avevedo 3 v. 6.-8. Hrund Hauksdóttir, Steinunn Veronika Magnúsdóttir og Freyja Birkisdóttir 3 v. 9. Haile Batel Goitom 1 v.

Međ sigrinum stađfestir Lenka auđvitađ stöđu sína sem langsterkasta skákona landsins en frammistađa Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur sem varđ í 2. sćti kom nokkuđ óvart ţar sem hún hefur lítiđ teflt undanfarin ár.

Hin 10 ára gamla Haile Batel Goitom teflir fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti ungmenna sem hefst í Rúmeníu 4. september nk.

 

Heimsbikarmótiđ hefst á morgun

GB611NFCCJóhann Hjartarson mćtir tékkneska stórmeistaranum David Navara í 1. umferđ heimsbikarmótsins í Tiblisi í Georgíu á morgun. Međ frammistöđu sinni á Skákţingi Norđurlandanna fyrr í sumar vann Jóhann sér rétt til ţátttöku á ţessu gríđarlega öfluga móti sem fram fer međ útsláttarfyrirkomulagi en keppendur eru 128 talsins. 

Athygli vakti ţegar heimsmeistarinn Magnús Carlsen ákvađ ađ taka sćti í mótinu en ţar sem keppt er um tvö sćti í áskorendakeppninni – og ađ ţví gefnu ađ Magnús komist alla leiđ í lokaeinvígiđ – verđa ţeir sem lenda í 3.-4. sćti ađ tefla einvígi um sćti í áskorendakeppninni, móti ţar sem átta skákmenn tefla tvöfalda umferđ og sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann.

16 stigahćstu skákmenn heims eru mćttir til leiks í Tiblisi og verđur hćgt ađ fylgjast međ keppninni á hinum ýmsum vefsvćđum, t.d. á Chess.com. Skákirnar hefjast kl. 11 ađ íslenskum tíma. Fyrirkomulag er ţannig ađ fyrst eru tefldar tvćr kappskákir en verđi jafnt er gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Ţćr fara fram nćsta dag sem ţýđir ađ ţeir sem komast áfram eftir kappskákirnar fá frídag. Í lokaeinvíginu verđa tefldar fjórar kappskákir.

Ţó ađ andstćđingur Jóhanns í 1. umferđ, David Navara, sé stighćrri svo munar nćstum 200 elo-stigum er vert ađ geta ţess ađ Tékkinn hefur oft lent í erfiđleikum ţegar hann mćtir íslenskum skákmönnum. Hann er nýkominn frá St. Louis í Bandaríkjunum ţar sem hann tók ţátt í Grand tour, at- og hrađskákmótinu, og varđ neđstur en náđi samt ađ vinna Garrí Kasparov samanlagt 2:1.

Keppnin Í Tiblisi fer fram samkvćmt „Wimbeldon-kerfinu“ Magnús Carlsen međ rásnúmer 1. teflir viđ ţann sem hefur rásnúmer 128, Oluwafemi Balogun frá Nígeríu sem er međ 2.255 elo-stig.

Ţó ađ Magnús og flestir ţeir sem sitja í efstu sćtum heimslistans séu mun sigurstranglegri er ţetta mót ţekkt fyrir óvćnt úrslit.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.3.): 30
 • Sl. sólarhring: 1207
 • Sl. viku: 7706
 • Frá upphafi: 8549785

Annađ

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 4526
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband