Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Erik sigrađi á öđru móti Bikarsyrpunnar

20171001_173749-1024x576

Mót tvö í skákmótaröđ Bikarsyrpu TR fór fram um síđastliđna helgi. Tuttugu vösk ungmenni mćttu til leiks og sáu um ađ halda uppi spennandi og skemmtilegri stemningu í húsnćđi félagsins. Líkt og svo oft áđur réđust úrslit ekki fyrr en í lokaumferđinni og fór svo ađ Gunnar Erik Guđmundsson var fremstur međal jafningja en hann hlaut 6 vinninga úr skákunum sjö og fór taplaus í gegnum mótiđ. Í öđru sćti međ 5,5 vinning var Alexander Már Bjarnţórsson en jafnir í 3.-4. sćti međ 5 vinninga voru Rayan Sharifa og Ísak Orri Karlsson. Rayan var ofar á mótsstigum (tiebreaks) og hlýtur ţví 3. sćtiđ ađ ţessu sinni. Efst stúlkna var Iđunn Helgadóttir sem var sjónarmun á undan Katrínu Maríu Jónsdóttur. Ţađ er gaman ađ segja frá ţví ađ verđlaunahafarnir fjórir koma frá ţremur mismunandi skákfélögum. Mótahald fór afar vel fram enda keppendur orđnir ţaulreyndir sem sést vel á ţví ađ ađeins einn keppandi var ađ taka ţátt í sínu fyrsta Bikarsyrpumóti. Ţađ var hinn ungi Mikael Bjarki Heiđarsson sem er fćddur áriđ 2009 og hefur sótt ćfingar Breiđabliks. Hann stóđ sig eins og herforingi og halađi inn 4 vinningum. Sannarlega góđur árangur á hans fyrsta móti.

Viđ í TR óskum verđlaunahöfunum til hamingju og ţökkum keppendum fyrir ţátttökuna. Ţriđja mót syrpunnar fer fram helgina 27.-29. október og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta ţar. Hér ađ neđan er hlekkur inn á öll úrslit úr mótinu og ţá eru skákir mótsins ađgengilegar á rafrćnu formi en ţađ var Dađi Ómarsson sem sló ţćr inn.

Nánar á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.12.): 76
 • Sl. sólarhring: 929
 • Sl. viku: 6176
 • Frá upphafi: 8418822

Annađ

 • Innlit í dag: 49
 • Innlit sl. viku: 3579
 • Gestir í dag: 48
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband